21.6.2015 | 21:23
Einfaldari lausn en hjólin, sem þegar eru komin.
Ég tek undir með borgarstjóranum varðandi það hve miklu getur munað að hafa smá hjálp við að hjóla upp brekkur á reiðhjólum.
Í gamla daga hjólaði maður af ástríðufullu kappi upp brekkurnar, en nú hamla léleg hné og bak því að gera það í sama mæli og áður.
Með því að nota reiðhjól með rafmagnsknúnu hjálparátaki, sem þegar eru á boðstólum, er hægt að velja sér aðferð við að hjóla, allt frá því að hjóla eingöngu með fótafli, hjóla með mismunandi blöndu af rafafli og hjólaafli, eða hjóla eingöngu með rafafli.
En gallinn hefur verið sá að ekki er hægt að láta þessi hjól safna raforku þegar látið er renna niður brekkur.
Mér sýnist þetta vera leyst á mjög einfaldan og léttan hátt á Kaupmannahafnarhjólinu svonefnda og það ætti líka að vera hægt á þeim hjólum, sem eru núna á markaðnum og bjóða upp á meiri notkun raforkunnnar.
Ég er viss um að það kemur að því að stórframfarir verði í gerð einföldustu rafknúnu farartækjanna, sem eiga framtíðina fyrir sér.
Miðað við þá getu núverandi rafhjóla að hægt sé að ferðast á þeim á einni hleðslu allt að 60 kílómetra á 30 km/klst meðalhraða ætti að vera hægt að tvöfalda drægi þeirra að minnsta kosti þegar við bætast framfarir í rafhlöðugerð.
Þetta er eins og að fljúga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.