Varla aftur snúið héðan af.

Kirkjumorðin í Charleston verða líklega til þess að hinn gamli fáni Suðurríkjanna verði að lokum tekinn niður þar sem fólki er í nöp við hann. 

Í sjónvarpsviðtali mátti heyra að svona fánar væru að vísu sagnfræðilegar minjar, en ættu heima á söfnum en ekki sem fánar á opinberum byggingum. 

En nú eru tilfinningarnar og reiðin sem fánarnir valda sennilega orðnar of djúpstæðar til þess að hægt verði að verja tilvist þeirra beint fyrir framan nefið á þeim, sem enn eru ósáttir við ástand kynþáttamála í Bandaríkjunum. 

Almennt má hins vegar segja að sögulegar minjar og mannvirki eigi að fá að vera í friði á þeim stöðum sem þeir eru. 

Ýmsum mannvirkjum harðstjóra er leyft að standa áfram, jafnvel þótt gerð þeirra hafi kostað mörg mannslíf eða verið þáttur í ógnarstjórn þeirra. 

Þrátt fyrir andúð Bolsévika og kommúnista á trúarbrögðum og ýmis slæm verk þeirra, sem byggðust á reiði út í klerkaveldi og skuggahliðar þess, voru byggingarnar í Kreml og í St. Pétursborg látin að mestu óhreyfð. 

Á okkar landi er mörgum í nöp við merki Danakonings á Alþingishúsinu og vilja láta rífa það niður og setja t. d. íslenska skjaldarmerkið í staðinn. 

Mikill munur er þó á því eða Suðurríkjafánunum, sem blakta á opinberum byggingum í Suðurríkjunum. 

Þrælahaldið í Bandaríkjunum og mannfall upp á hundruð þúsunda hermanna í Þrælastríðinu er sýnu neikvæðara en drottnun Dana yfir Íslandi, og enn eru í gangi deilur kynþátta í Bandaríkjum á sama tíma sem liðin eru 44 ár síðan Danir skiluðu okkur handritunum, en það verður að teljast einstakur gerningur í samskiptum nýlenduþjóða við fyrrum nýlendur sínar. 

Íslenska sjálfstæðisbaráttann átti til dæmis  það sérkenni að enginn féll í þeirri baráttu, og það var jú þáverandi þjóðhöfðingi okkar, konungur Íslands, sem bar endanlega ábyrgð á því að Alþingishúsið var reist. 


mbl.is „Takið fánann niður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband