60 árum of seint?

Mikið er ég ánægður með að rauðhærðu fólki skuli nú gefast kostur á keppa um það hvert þeirra hafi rauðasta hárið. Rauðavatn, sólarlag 5.7.15

Bara ef þetta hefði nú verið á boðstólum fyrir 60 árum þegar það hefði verið hægt fyrir þálifandi rauðhausa að freista gæfunnar í skemmtilegri keppni. 

Einn þeirra sem missti af slíku gamni þá var með þvílíkan glóðarhaus að Haraldur Á. Sigurðsson leikari sagði að ekki hefði þurft að hafa kveikt á ljósaperunni í stofunni á Fæðingardeildinni þar sem hann birtist fyrst. 

Það hefði líka verið gaman ef svona keppni hefði verið komin á fyrir tæpum þremur áratugum þegar dóttir glóðarhaussins var með hár sitt eldrauða hár niður fyrir mitti.

Manni datt þetta svona í hug þegar ekið var framhjá Rauðavatni í kvöld sem þá bar nafn með rentu, en þá var meðfylgjandi mynd tekin í miðsumarblíðunni.   


mbl.is Fór bara til að vinna keppnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rjóður kom með rauðan haus,
rokna glóðarperu,
hárin þó á höfði laus,
horfin öll þau eru.

Þorsteinn Briem, 5.7.2015 kl. 05:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður!

Ómar Ragnarsson, 5.7.2015 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband