Spurning um minni ójöfnuð.

Strax í barnaskóla var manni kennt að manneskjan fæðist, vex og þroskast, eykur kyn sitt, hrörnar og deyr. Þrír fasar á milli fæðingar og andláts. 

Til þess að lífið viðhaldist er okkur áskapað að sækjast eftir lífinu og forðast (óttast) dauðann og það er ekkert óeðlilegt við það. 

En þetta síðasta, að forðast og óttast dauðan felur eðlilega í sér tilhneigingu til þess að vera ósátt við þetta hlutskipti allra. Það hefur verið spurt: Hvað langar alla til að verða en vilja ekki vera? Svar: Að verða gamall.

En væri nokkuð betra ef við hrörnuðum ekki og gætum þess vegna fræðilega notið eilífs jarðlífs? Það er mjög vafasamt, því að engin leið er að koma í veg fyrir slys og áföll sem deyddi fólk.

Afleiðingin yrði mannkyn, þar sem lífsgæðunum yrði enn meira misskipt en er þegar langflestir lifa álíka lengi.

Þeir langlífustu yrðu í vandræðum með það að heilinn ætti í mestu vandræðum með halda í minninu þeirri þekkingu og staðreyndum sem hafa hrúgast upp á margra alda ævi.

Barnsfæðingar yrðu að vera margfalt sjaldgæfari en nú er, vegna þess að annars myndi mannkynið tortíma sjálfu sér á methraða í óhjákvæmilegri rányrkju við að framfleyta þeim ógnar mannfjölda, sem yrði til ef enginn dæi vegna hrörnunar.

Og ekki þarf að spyrja að þeim ósköpum, sem dyndu yfir á örfáum árum ef dýr og plöntur hrörnuðu ekki. 

Svarið við því hvers vegna við ásamt öðrum í lífríkinu eldumst er innbyggður jöfnuður náttúrunnar sjálfrar.

Sá jöfnuður getur aldrei orðið alger, en er þó sá mesti og "sanngjarnasti" sem mögulegur er.   


mbl.is Hvers vegna eldumst við?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Austurhöfn reitir 1 og 2 eru rauðleitir á myndinni.

Þorsteinn Briem, 8.7.2015 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband