Vandinn í hnotskurn.

Það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana líka. Þessi orð höfum við Íslendingar átt afar erfitt með að skilja. Enginn þáttur í þjóðarbúskap okkar hefur átt neitt víðlíka þátt í því að við erum á leið upp úr dal kreppunnar eftir Hrunið en stórfjölgun ferðamanna, sem hefur ekki aðeins skapað gríðarlegar gjaldeyristekjur og slegið á atvinnuleysi, heldur borið þjóður landsins víða um lönd.

Sú kynning er þó galli blandin, því að sofandaháttur okkar og níska hafa þegar skapað ástand á ferðamannaslóðum, sem er þjóðarskömm og illt afspurnar.

Við Hrunalaug birtist þetta í hnotskurn. Árum saman hefur það verið lenska hér á landi að allir megi fara allt sem þeir vilja á hverju sem er og haga sér eins og þeim sýnist.

 

Eitt sinn sýndi ég í sjónvarpi hvernig umhorfs var við svonefnda Strútslaug á Syðra-Fjallabaki þar sem farið hefði verið um með hundrað hesta og viðkvæmt land sparkað út, auk þess sem klósettpappír og saur hesta og manna var dreift við laugina eftir þessa talsmenn hins óhefta alræðis frjálsræðisins.

Hugsunarhátturinn um að fá að hegða sér á þennan hátt hefur verið fuðu almenn skoðun og útlistun á lagaákvæðum um frjálsa för almennings um landið.

Þess vegna var náttúrupassi strax úthrópaður sem "auðmýking" fyrir notandann á sama tíma sem slíkur passi er erlendis talinn vitni um "stoltan þátttakanda" í því að vernda náttúruverðmæti og byggja upp þá aðstöðu sem þarf til að slík verndun sé tryggð auk skynsamlegs og skaðlauss aðgengis.

Ýmsar aðferðir eru notaðar erlendis á hliðstæðum ferðamannaslóðum til þess að sætta sjónarmiðin með verndun náttúruverðmætanna í forgangi og auðvelt væri að senda héðan gott fólk til að kynna sér það og nýta aldargamla reynslu annarra þjóða.

Hvergi erlendis hef ég séð neitt viðlíka ástand og hér ríkir víða. 

Það tókst að vísu að setja brot af þeim fjármunum, sem til þarf, í að taka til hendi þar sem þörfin var allra brýnust, en heildarverkið er alveg óunnið.  


mbl.is Íhugaði að fara með jarðýtu á laugina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ég er hættur að gráta sökum aldurs og bara fyltur hatri til klíkunnar sem ekkert venjulegt bítur á. Þegar Goðarnir fara að hósta og ræskja sig, er best fyrir það lið að fara úrlandi.

Eyjólfur Jónsson, 5.7.2015 kl. 15:07

2 Smámynd: Snorri Hansson

Þessa sögu endursegi  ég óbreytta :

“ Ég og Jói keyrðum útá hraunið af því að það var hægt .

Við  fundum helli !! og þegar við komum inní hann var fullt af löngum drönglum hangandi niður úr loftinu. 

 Við bara fylltum landróerinn mar.!!“

Snorri Hansson, 5.7.2015 kl. 16:46

3 identicon

"Náttúrupassinn" virkar fínt í sportveiði í íslenskum vötnum.

Frjálsa förin um landið er gamall misskilningur, í dag höfum við þjóðvegakerfið sem tryggir fólki frjálsa för um landið. Á meðan svo var ekki þá varð að tryggja möguleika fólks að fara um land þó í einkaeign væri. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 19:52

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Með náttúrupassa er engin vissa fyrir því að ástand við ferðamannastaði batni. Gistiháttargjaldið leysir engan vanda nema hjá þeim sem eru útvaldir og kunna að vinna í gjafakerfi. Strútslaug mun halda áfram að vera vandræðabarn sé hún það nú nema umsjónarmenn slíkra staða taki gjald af þeim sem þar ferðast. Gjald eins og ferðafélögin eru að taka fyrir gistingu í skálum.

Að leggja gjöld á þá sem hvergi koma nærri til að halda uppi klósetmenningu og greiða niður kostnað við ferðamannastaði er fáránlegt. Ferðamenn bera venjulega mikla virðingu fyrir eignarrétti og eitt skilti getur gert mikið gagn.

Ferðamannaiðnaðurinn getur aðeins þróast með því að dreifa ábyrgð og gjaldtöku þar sem menn njóta þjónustu. Hin mikla aukning nú er að hluta vegna þess að verðlag hér er lágt. Flestir ferðamenn koma frá þeim löndum þar sem kaup er mun hærra.

Ekki fáum við marga gesti frá löndum þar sem kaupmáttur er sambærilegur. Ef verðbólga verður snýst dæmið fljótt við. Færri ferðamenn munu koma og margir hafa þá offjárfest. Þjóðarbókhlöðuskatturinn var í ætt við náttúrupassa sem menn sáu að yrði óskilvirkur. Álíka skattstofnar hafa ávalt verið misnotaðir af skattmann. 

Við höfum marga þjóðgarða þegar og starfsfólk hjá þeim. Lítið mál ætti að vera að þróa gjaldtöku þar í ætt við það sem er í Ameríku? Ef Alþingi væri árangursríkur vinnustaður hefði verið þróuð löggjöf um gjaldtökustaði inn á vinsæla ferðamannastaði á hálendinu. Lykilatriði er að öll gjöld sem inn kæmu færu í  að bæta aðstöðu, leggja stíga og vegi.

Sigurður Antonsson, 5.7.2015 kl. 19:56

5 identicon

"Hin mikla aukning nú er að hluta vegna þess að verðlag hér er lágt." Bull. Enn fjölgar ferðamönnum til landsins, en ekki vegna verðlagsins, sem er þegar í dag hærra en í flestum ef ekki öllum okkar nágrannalöndum. Rétt kominn frá Sviss, sem er talið með dýrari löndum, fékk þar helmingi meira í innkaupa-körfuna fyrir sama pening og á skerinu. Í alvörunni!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 20:57

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Verðlagning á mörgu því sem ferðamenn kaupa helst hér á landi ber merki um mikla græðgi þeirra sem ætla sér að græða sem mest á uppganginum í ferðaþjónustunni. 

Ómar Ragnarsson, 5.7.2015 kl. 21:05

7 Smámynd: Sigurður Antonsson

Það er rétt hjá Hauki að það fæst meira í innkaupakörfuna í Sviss. Þá verður líka meiri peningur til að nota í ferðalög. Laun eru talsvert hærri í Sviss. Ferðalög til Íslands verða líklega aldrei ódýr þótt flugfar sé lágt. Aðföng eru alltaf kostnaðarsöm fyrir eylönd, að ekki sé talað um hálendið.

Hálendið er eitt af því sem dregur að og þar er verið að ganga á auðlindina. Vegaslóðar og bágborin aðstaða þola ekki ekki meiri umferð. Því hlýtur fyrr eða síðar að koma hlið inn í þjóðgarðinn við Emstrur, Þórsmörk, Landmannalaugar, Skaftátungur ...., þar sem greiddur er inngangseyri líkt og í Ameríku.Þar er þróuð gjaldaleið til kosta vegi, leiðsögn og snyrtiaðstöðu.

Í Yosemite þjóðgarðinum var allt ný malbikað þegar ég fór þar um fyrir nokkrum árum. Aðgangseyrir 25 dalir fyrir 4 manna bíl. Milljónir gesta komu þangað á hverju ári. Einkennisklæddir verðir til staðar sem maður gat ekki annað en borið virðingu fyrir. Þeim var umhugað að fræða og upplýsa gesti.

Sigurður Antonsson, 5.7.2015 kl. 22:03

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mjög líklegt er að erlend fyrirtæki fái stóraukinn áhuga á að taka þátt í verslun og iðnaði hér á Íslandi ef við verðum með evru í stað íslensku krónunnar, þar sem gengi hennar hefur sveiflast gríðarlega miðað við evruna.

Eistland er lítill markaður en þar eiga erlend fyrirtæki matvöruverslanir, eistneska krónan hefur verið bundin gengi evrunnar undanfarin ár og Eistland tekur upp evru nú um áramótin.

Mikill kostnaður fylgir því einnig fyrir bæði íslensk og erlend fyrirtæki, svo og erlenda ferðamenn hér frá evrusvæðinu, að kaupa og selja evrur fyrir íslenskar krónur. Og íslenskir ferðamenn ferðast mikið til evrusvæðisins, auk þess sem fjölmargir Íslendingar stunda þar nám.

Næststærsta borg Eistlands, Tartu, er minni en Reykjavík og fjölmargar borgir á meginlandi Evrópu eru svipaðar að stærð og Reykjavík.

Fjarlægðin á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu er í flestum tilfellum ekkert vandamál varðandi sölu á evrópskum matvælum hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stöðugir og miklir flutningar eru á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu.

Flutningskostnaðurinn er ekki nema nokkur prósent af vöruverðinu hér á Íslandi og enda þótt vörur séu framleiddar hérlendis eru erlend aðföng notuð við framleiðsluna.

Og Bónus er hér með sama vöruverð á öllu landinu.

Steini Briem, 21.7.2010

Þorsteinn Briem, 5.7.2015 kl. 22:25

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 5.7.2015 kl. 22:27

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Even if a country has a higher GDP per capita (individual income), people of that country may still live poorer if the cost of living is more expensive."

Purchasing Power Parity (PPP)

Þorsteinn Briem, 5.7.2015 kl. 22:30

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.

Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.

Steini Briem, 21.7.2010

Þorsteinn Briem, 5.7.2015 kl. 23:12

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á öllum vörum frá Evrópusambandsríkjunum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings.

Verð á vörum frá Evrópusambandsríkjunum gæti því lækkað um allt að 25%, segir Eva Heiða Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum, en mest yrði verðlækkunin á landbúnaðarvörum.

"Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki."

Þorsteinn Briem, 5.7.2015 kl. 23:41

13 Smámynd: Sigurður Antonsson

Steini. Betra að uppfæra laun og miða við 2014. Samkvæmt Wikipedia eru tímakaup á Írlandi um 1840 krónur eftir skatta.

Wikipedia upplýsir að árið 2014 hafi mánaðarlaun eftir skatta verið um 1979 evrur á Íslandi eða um 291.000.- sem eru um 1710 kr. á tímann.

Í Færeyjum eru mánaðarlaun 2450 evrur. Danmörk og Finnlandi 2300. Noregur 3300. U.K. 2253. Írland 2129. Sviss 4250 e. um kr. 3680.- á tímann. Úkraína 130 og Rússland 480 evrur. 

Sigurður Antonsson, 5.7.2015 kl. 23:49

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kaupmáttur þeirra sem búa í viðkomandi landi skiptir hér mestu máli og að sjálfsögðu er hægt að kaupa mun meira fyrir 130 evrur í Úkraínu en hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 6.7.2015 kl. 00:08

15 identicon

Hef heyrt að landeigandi hafi tekið gjald af útlendingum við laugina í Hruna og er þessi frétt þessvegna óskiljanleg og er ekkert sem hindrar landeiganda að setja upp lokunarskilti og eða girðingu í kringum þessa laug.

Dagur Bragason (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband