6.7.2015 | 09:56
Kínversk framsókn og bjöllur hringja.
Kína er annað af tveimur mestu efnahagsveldum heims og hefur komist upp í það að vera mesta bílaframleiðslulandið. En afurðir kínversks iðnaðar sjást víðar en margan grunar.
Ég á reiðhjól með rafhjálparmótor, sem er skráð ítalskt eða bandaríkst en er þó í höfuðatriðum kínverskt. Kína, Tævan og Suður-Kórea drottna í framleiðslu vélhjóla og reiðhjóla.
Kona mín ekur á bíl með japönsku merki en er þó framleiddir í Indlandi.
Kínverjar hafa ekki bara áhuga á Íslandi. Þeir eru að mörgu leyti á svipuðu róli og Þýskaland og Japan voru á fyrri hluta síðustu aldar þegar þessi rísandi veldi voru að reyna að komast i hóp þeirra stóru með því að keppa við þau á þeim keppnisvelli stórvelda, sem þá fólst í nýlendunum.
Þegar það gekk ekki nógu vel varð afleiðingin tvær heimsstyrjaldir.
Nýlendutímanum lauk um 1960 en þá tóku stórveldin bara upp breyttar aðferðir sem færði þeim jafn mikinn eða jafnvel meiri ágóða og ítök í öðrum löndum.
Það fólst í því að stórfyrirtækin tróðu sér inn í efnahagslíf landa heims til þess að mergsjúga úr þeim hagnað án þess að vera með bein yfirráð í formi nýlendueignar.
Við Íslendingar verðum upp með okkur og montnir þegar sagt er að annað af tveimur mestu efnahagsveldum heims hafi áhuga á okkur.
En Kínverjar hafa í framsókn sinni, (viðeigandi orðalag þessa síðustu daga), sem um leið er ein mesta ógnin við loftslagsvandann, áhuga á öllum þjóðum og löndum. Fríverslunarsamningur gerir þetta auðveldara hér en víðast annars staðar og grundvöllurinn er hinn sami og í öllum viðskiptum, að báðir hagnist.
Þetta er ekkert nýtt eða óvenjulegt um stórveldi sem vill olnboga sig áfram í samfélagi þjóðanna og öðlast völd og ítök sem víðast. Sams konar uppgangur Bandaríkjanna fyrir hálfri öld var stærsta undirrót loftslagsbreytinganna sem þá jukust með stórvaxandi hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu.
Sagt er að 240 manns eigi að vinna í nýju kínversku álveri í Skagabyggð. Það þýðir að hver starfsmaður þar eigi eftir að framleiða næstum helmingi færri áltonn á ári en í álveri Alcoa á Reyðarfirði.
Það er augljóst túrbínutrix að komast fyrst inn með lítið álver og stilla okkur síðar upp við vegg, þegar krafist verður þrefaldrar stækkunar, rétt eins og verður gert í Helguvík.
Auðvitað mun það sama verða uppi á teningnum á Hafursstöðum og í Reyðarfirði, að til þess að eigendurnir verði ánægðir með arðinn, sem þeir munu þó væntanlega flytja skattfrjálsan úr landi, verður að þrefalda stærð álversins á Hafursstöðum alveg eins og gert var á Reyðarfirði og yfirlýst er að Norðurál verði að gera í Helguvík.
Til þess að friða þá, sem bjöllur hringja hjá, lýsir einstaklingurinn, sem er skráður sem fullboðlegt stórfyrirtæki þótt enginn annar sé í stjórn þess, enginn sími, enginn ársreikningur, yfir því að það muni verða áhugi hjá íslensku lífeyrissjóðunum að henda tugum milljarða króna í þetta rafmagnslausa álver.
Sem á endanum á að að byggist á því að virkja alls 700 megavatta afl sérstaklega með ómældum fórnum á einstæðum náttúruverðmætum landsins.
Haldið þið að það sé nú munur að við Íslendingar eignumst margra tuga milljarða hlut í kínversku álveri!
Aldrei er minnst á höfnina, sem núna er tólf kílómetra frá Hafursstöðum. Enda óþarfi. Það verður það sama með hana og höfnina á Bakka og annað fjárhagslegt umhverfi gæludýrs íslenskrar og kínverskrar framsóknar , að gefnar verða mestu ívilnanir sem þekkst hafa, - meiri en nokkurn tíma voru veittar af ríkisstjórnum Sjalla og Framsóknar.
Höfnin á Skagaströnd er hins vegar svo margfalt lengra frá álverinu á Hafursstöðum en nokkur önnur álvershöfn, að það hlýtur að verða gerð ný höfn við Hafursstaði.
En það er óþarfi að minnast á hana, hún verður hvort eð er gerð á okkar kostnað og við lífeyrisþegarnir borgum, fólkið sem hrundi niður í föstum ráðstöfunartekjum um 40% við það að fara á eftirlaun.
Þetta er ekki djók. Forsætisráðherra Íslands styður þetta heilshugar sem og eigendur félaganna, sem hafa krækt sér í virkjunarréttinn og eiga jarðirnar, sem árnar í Skagafirði renna um.
Áhuginn á Íslandi eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég átti Opel Corsa fyrir nokkrum árum og hann var framleiddur á Spáni.
Þetta er ekki lengur eins og í gamla daga. Íhlutir í bíla koma allsstaðar að, þannig að í einum bíl geta framleiðslulöndin verið mörg.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.7.2015 kl. 10:31
Bíddu var það ekki vinstri stórnin sem samdi um ívilnanir fyrir Kísilverið, gaf út leitarleyfi á Drekasvæðinu og gerði fríverslunarsamning við Kína?
Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 10:34
Mætti ekki segja að allir flokkarnir á alþingi séu samsekir föðurlandssvikarar með því að hleypa kínverska kommonistaflokknum of nærri sér?
Hvaða flokkar leyfðu njósna-bækistöð á Kárhóli?
Kínverjar eru komnir með risa-sendiráð á skúlagötunni með útsýni yfir höfnina og lögreglustöðina:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1395173/
Jón Þórhallsson, 6.7.2015 kl. 11:18
Í dag:
"Júní síðastliðinn var metmánuður í kaupum Seðlabanka Íslands á gjaldeyri, þar sem 198 milljónir evra voru keyptar en það samsvarar ríflega 29 milljörðum króna."
"Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka, þar sem bent er á að gjaldeyriskaupin endurspegli að stórum hluta mikið innflæði gjaldeyris vegna þjónustuviðskipta."
Metmánuður í gjaldeyriskaupum
Þorsteinn Briem, 6.7.2015 kl. 12:27
Í dag:
Vöruskipti óhagstæð um 10,4 milljarða króna í júní síðastliðnum
Þorsteinn Briem, 6.7.2015 kl. 12:31
Alveg rétt, Hermundur. Ég skrifa ekki mína pistla út frá flokkspólitískum sjónarhornum. Með pistli mínum er ég ekki að alhæfa um vaxandi umsvif Kínverja hér á landi. Ef þeir vilja hafa stórt sendiráð hér þá gera þeir það eins og önnur stórveldi.
Á fjórða áratugnum rannsökuðu þýskir jarðfræðingar landrekið á Íslandi og voru allir úthrópaðir að ósekju sem njósnarar nasista og merki þeirra rifin niður.
Við megum ekki detta í slíka gryfju nú vegna eðlilegra og góðra athafna Kínverja á okkar tímum.
Ómar Ragnarsson, 6.7.2015 kl. 12:41
Ekki má heldur gleyma "eðlilegum og góðum athöfnum" Rússa í Úkraínu.
Þorsteinn Briem, 6.7.2015 kl. 12:49
Ég vil bæta því við að ég er fylgjandi frjálsra viðskipta hvar sem því verður við komið og hef bent á, að mesta ranglætið í heimsviðskiptum felst í því að hafa tollamúra umhverfis styrktan landbúnað á Vesturlöndum.
Tel fríverslunarsamninginn við Kínverja hafa verið hið besta mál og þann málflutning rangan, að hann hafi verið í ósamræmi við það að Íslendingar væri skilgreint umsóknarríki ESB.
Á meðan hugsanlegur samningur var ekki gildur, gilti ekkert bann ESB við fríverslunarsamningum aðildarríkja, - hefði aðeins komið til álita á síðustu stigum samningaferlis.
Ómar Ragnarsson, 6.7.2015 kl. 12:51
Fríverslunarsamningar Evrópusambandsins
Þorsteinn Briem, 6.7.2015 kl. 13:00
Hver á "Íslands-banka" og "Landsbankann", samkvæmt fjölmiðla-blekkingahönnuðunum?
Hver "á" glæpabanka-fölsunarkerfi heimsins?
Hver færir almenningi í þjóðríkjum heimsins opinberu lygafréttirnar ótta-legu, sem eru hannaðar af glæpastofnunum og fjárfestingasjóðunum vítt og breitt um heiminn?
Ef einhver trúir ennþá að jörðin og allar skepnur/skriðdýr jarðar eigi sér framtíðarvon, þá spyr ég bara að því hvers vegna fólk trúir að svikaframlag einstaklinganna eigi að virka betur í dag, en fyrir rúmri hálfri öld?
Siðferðið og heiðarleikinn er drepinn (af kerfinu óábyrga) í hjarta og huga hvers einstaklings með heilaþvotti og sálfræðilega níðingslegum blekkingum, og allt réttlætt með því að fólk geri bara vinnuna sína eins og fyrirskipað er?
Engum er fjölmiðla-sagður sannleikurinn eins og hann raunverulega er, en allir eru blekktir til að þjóna siðleysinu, hver í sínu embætti/starfi! Ó-afvitandi um hvað er í raun að gerast!
Svona líf er öllum sálum hættuleg hér á jörðu, því þegar óttinn og siðleysið hefur stýrt sálunum til of mikils illsku/græðgi/dómgreindarleysis, þá heldur tortímingin áfram. Skemmd sál vegna andlegs og líkamlegs skorts, er verr stödd lifandi hér á jörðu heldur en dáin.
Enginn vill útskýra fyrir sínum börnum og barnabörnum, að svik við sannleikann, heiðarleikann og siðferðistilveruréttinn í samfélagi "siðaðra" séu lifibrauð þeirra? Það séu bara einhverjir aðrir sem skulu blæða fyrir svikin sem bjarga þeim sjálfum?
Hvernig er hægt að halda dómgreindinni, geðheilsunni og hjartanu óbrotnu, með svona siðferðissýn og kúgunum glæpastofnanna hér á jörð?
Hjartans sál hvers og eins er eilíf, og eina raunverulega verðtryggða eign hverrar ódrepinnar samviskusálar sem lifir á jörðinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.7.2015 kl. 16:39
Þið Samfylkingarmenn stefnduð hraðbyri inn í ESB, Ómar.
Þó ferðalagið hafi ekki tekist sem skyldi þá lá viljin samt til þess.
Á sama tíma var verið að semja um fríverslunarsamning við Kína.
Slíkt gekk ekki með nokkru móti upp. Þar varð ekki nema önnur leiðin farin.
Í því máli er það engin afsökun að ESB tilræðið mistókst og því hafi verið skynsemi í fríverslunarsamningnum við Kína.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 21:51
"Í því máli er það engin afsökun að ESB tilræðið mistókst ..."
Þorsteinn Briem, 6.7.2015 kl. 23:11
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 6.7.2015 kl. 23:14
Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.
Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.
Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Þorsteinn Briem, 6.7.2015 kl. 23:15
Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.
Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.
Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.
Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.
Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.
Steini Briem, 21.7.2010
Þorsteinn Briem, 6.7.2015 kl. 23:16
13.3.2015:
Flestir vilja síst hafa Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn
Þorsteinn Briem, 6.7.2015 kl. 23:21
Þorsteinn Briem, 6.7.2015 kl. 23:31
Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.
Þögn er sama og samþykki.
Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.
Steini Briem, 5.8.2011
Þorsteinn Briem, 6.7.2015 kl. 23:51
Steini, þú skuldar okkur hinum stórfé eftir allt ESB trúboðið, sem byggt var á grautfúnum undirstöðum og í sumum tilfellum hreinni lygi.
Mér dugar alveg að þú snarir fénu til góðgerðarmála.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.