9.7.2015 | 08:49
Merk starfsemi hjónanna Helga og Jytte.
Flugskóli Helga Jónssonar hefur verið starfræktur í tæpa hálfa öld. Ég er einn hinna fjölmörgu sem lærði flug hjá Helga og konu hans, Jytte Marcher, sem hefur af dugnaði og seiglu haldið uppi merki skólans eftir sviplegt fráfall Helga.
Ég á þeim hjónum mikið að þakka.
Helgi var Arnfirðingur og átti hugmyndina að hinu stórgóða flugvallarstæði á Hvassnesi við Fossfjörð, sem stundum er eini flugvöllurinn á öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum til Austfjarða, sem er fær í norðan óveðrum.
Ég man að margir hristu höfuðið þegar Helgi var að vinna ásamt fleirum að því að leggja þarna flugvöll.
Það er vel til fundið ef góðir menn koma nú til hjálpar við að halda merki hjónanna á lofti og vonandi gengur það vel.
Keilir kaupir Flugskóla Helga Jónssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.