13.7.2015 | 15:24
Bjöllurnar frá 1918 og 1919 hringja.
11. nóvember 1918 neyddust Þjóðverjar til að gefast upp í Fyrri heimsstyrjöldinni þótt her þeirra væri enn á erlendri grund og enginn erlendur hermaður innan landamæra Þýskalands.
Í kjölfar vopnahlésskilmálanna og Versalasamningunum 1919 gerðist það að Evrópuþjóð var niðurlægð á þeim forsendum að hún hefði átt sök á Fyrri heimsstyrjöldinni og væri því ekki nema sanngjarnt og eðlilegt að hún léti stór landssvæði af hendi og borgaði himinháar skaðabætur.
Fljótlega kom í ljós að borin von yrði að þjóðin gæti borgað þessar skaðabætur sætt sig við það að landið væri klofið í tvennt, og auðmýkingin frá 1918 og 1919 varð tilefni fyrir Adolf Hitler til þess að brjótast til valda undir kjörorðinu: "Aldrei aftur 1918!" með alþekktum afleiðingum.
Eftir á hafa verið færð að því rök að þessir samningar hafi verið á skjön við raunsæispólitík (realpolitik). Brotið hafi verið lögmálið "stjórnmál eru list hins mögulega."
Í morgun var Evrópuþjóð niðurlægð á þeim forsendum að hún ætti sjálf sök á fjárhagslegum óförum sínum og skuldum við erlenda lánardrottna og því væri ekki nema eðlilegt og sanngjarnt að hún borgaði sjálf brúsann með stórfelldu afsali á sjálfstæði sínu og efnahagslegri stjórn til að hún gæti borgað skuldir sínar.
Og það fylgdi með að lánardrottnar hefðu tryggingar fyrir því að það yrði gert í samræmi við afar harða skilmála, meira að segja með beinu veði í stórum ríkisreknum fyrirtækjum og mannvirkjum í Grikklandi.
Bjöllurnar frá 1918 og 1919 hringja. Gengur þetta upp núna? Stenst þetta kröfurnar um raunsæisstjórnmál, að stjórnmál séu list hins mögulega?
Eða stenst þetta núna af því að þjóðin, sem í hlut á, er átta sinnum minni en þjóðin, sem auðmýkt var 1918 og getur því enga rönd við reist?
Grikkir eru nefnilega aðeins 2% af mannfjölda ESB. Hin ríkin bera sameinuð ægishjálm yfir þá og í hópi þeirra ríkja, sem andvígastir eru miskunn við Grikki, eru mörg af smærri ríkjunum.
Og stóru ríkin vilja ekki gefa fordæmi fyrir eftirgjöf til handa öðrum ríkjum, sem skulda mikið.
20 ár liðu þar til að Versalasamningarnir voru að fullu rofnir og styrjöld brast á.
Eftir seinna stríðið tóku Rússar heilu þýsku verksmiðjurnar og fluttu þær til Rússlands.
Hvað verður gert ef Grikkir gefast upp við að borga?
Hvernig fer nú? Bjöllurnar frá 1918 og 1919 hringja.
Uppgjöf eða nauðsyn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir sem kenna sífellt öðrum um ófarir sínar læra ekkert af reynslunni.
Vestur-Þjóðverjar og Japanir lærðu af Seinni heimsstyrjöldinni, þar sem allt var í rúst hjá þeim eftir styrjöldina, og voru fljótir að byggja aftur upp sín lönd með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig lönd þeirra, eins og Rússar gera nú við mikla hrifningu Ómars Ragnarssonar.
Þorsteinn Briem, 13.7.2015 kl. 15:41
Grískur almenningur þarf ekkert að kenna öðrum um, það hefur legið fyrir í 8 ár a.m.k. að grískir olíarkar ásamt félögum þeirra í öðrum Evrópulöndum voru þá þegar búnir að koma gríska ríkinu á hausinn. Síðan láta þessir andskotar ríkið ábyrgjast sínar einkaskuldir.
Síðan hefur lífið veri murkað úr þessari þjóð
Kristbjörn Árnason, 13.7.2015 kl. 18:02
Í lýðræðisríkjum ber almenningur ábyrgð á sínum löggjafarþingum og þar með stjórn viðkomandi ríkis.
Og þá gildir einu hverja menn hafa kosið í þingkosningum.
Í kommúnistaríkinu Kína ber almenningur hins vegar enga ábyrgð á stjórn landsins.
Og blanda af sósíalisma og kapítalisma hefur reynst ágætlega í fjölmörgum ríkjum.
Þorsteinn Briem, 13.7.2015 kl. 18:50
Við erum sammála um blandað hagkerfi, Steini. En ég vildi gjarnan að þetta stæðist hjá þér með muninn á lýðræðisríkjum og fasistaríkjum er varðar ábyrgð almennings.
En vandinn með lýðræðið er oft sá almenningur kýs flokka en síðan kemur ríkisstjórn sem er með stefnu sem enginn kaus. É geri ekki ráð fyrir að almenningur hafi ekki kosið hrunið, en rétt er það að kosnir voru flokkar sem svo sannarlega verða að teljast ábyrgir fyrir hruninu.
Síðan kýs almenningur aftur þessa flokka sem hefur haldið áfram með stefnu sem leiddi til hruns 2008
Í einræðisríki (fasismi) ber almenningur alltaf ábyrgð á öllum gjörðum stjórnarinnar á eigin skinni eða með dauða sínum í styrjöldum
Ég geri ráð fyrir að allir viðurkenni að Bandaríkin séu lýðræðisríki. Þar í landi ber almenningur sömu ábyrgð og almenningur í fasistaríki. Þar stjórna tveir flokkar sem hafa svipaða stefnu t.d. í hermálum. Stjórnvöld þar hafa ekki hikað við að senda syni sína út í opinn dauðann. Eða að þeir séu látnir drepa saklausa borgara í öðrum löndum.
Það vill svo til, að skilningur manna á hugtakið ,,lýðræði" þýðir er breytilegt eftir ríkjum. Jafnvel er breytilegur skilningur á hugtakinu innan sama ríkis. T.d. eins og á Íslandi.
Þetta þýðir það er sama hvaða land á í hlut, alltaf ber almenningur alla ábyrgð á gjörðum stjórnvalda ef gjörðin er vond.
Kristbjörn Árnason, 13.7.2015 kl. 20:21
það er nú varla hægt að bera saman versalasamníngana og grikkland nú til dags versalasamníngarnr, voru að mestu meintar skaðanætur eftir stríðið en grikkland komst í þessar aðstæður með skuldsetníngu lígt og mörg afríkuríki og arabar. en þap breitir ekki því að þessi samníngur er ekki góður senilega versti kosturinn í stöðunni aldrei gott að fresta vandræðum
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.7.2015 kl. 21:18
Tja, Steini, - eru þá ófarir alltaf manni sjálfum að kenna?
Voru ófarir Pólverja í seinna stríði þeim að kenna? Ófarir Kínverja? Ófarir allra sem urðu fyrir skaða af hálfu fasistaríkjanna?
Og góðæri Íslendinga í seinna stríði væntanlega okkur að þakka?
Varðandi Grikkina, - væri ekki bara best fyrir þá að gerast aftur "fríríki" og gefa skít í skuldirnar líkt og Argentínumenn gerðu?
Jón Logi (IP-tala skráð) 14.7.2015 kl. 11:32
"Þeir sem kenna sífellt öðrum um ófarir sínar læra ekkert af reynslunni."
Þorsteinn Briem, 14.7.2015 kl. 12:47
"But even Yanis Varoufakis, Greece's firebrand finance minister who advocates standing up to the European Union's demands, said the idea that Greece could default and emulate Argentina was "profoundly wrong," as he put it in a recent blog post - a point he reiterated when we spoke a few weeks ago."
Þorsteinn Briem, 14.7.2015 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.