Auðvitað áfram stærstur, mestur, flottastur og dýrastur !

2007 er aftur gengið í garð! Húrra! Þá var kjörorðið: Landsbankinn á að verða stærstur, mestur flottastur og dýrastur!

Bankinn var þá í einkaeigu, hafði fram til 2002 verið í eigu þjóðarinnar á "hóteli Mömmu", en síðan verið nánast gefinn í einkavinavæðingu til þess að verða laus við mömmu.

Tæknilega var hann í einkaeigu, fluttur að heiman, og það var eigendanna að ákveða hvað þeir gerðu við alla loftbólupeningana, sem búið var að afla til þess að reisa stærsta monthús allra tíma á mest áberandi og dýrasta staðnum í borginni.

2OO6 voru bankarnir tæknilega gjaldþróta í laumi og síðan hrundi spilaborin 2008.

Þjóðin tók bankann að sér eftir Hrunið og leyfði honum að koma heim í skjól "hótels Mömmu".

En er sá tími greinilega liðinn, sem mömmu kemur það við, þótt aftur sé hrópað: Stærstur, mestur, flottastur og dýrastur!

Á Grensássvæðinu býðst bankanum helmingi ódýrari lóð en við Austurhöfnina og býðgst í raun hálfur milljarður í sparnað strax í upphafi ef byggt væri þar á stað, sem er í raun nær miðju íbúðabyggðarinnar og atvinnubyggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en Austurhöfnin.

En þá er hætt við að glæsibyggingin rati ekki inn á myndinar sem ferðamennirnir taka.

Sá dýrasti, stærsti, mestur og flottasti verður að vera með á myndunum af miðbænum, Austurvelli og Lækjartorgi og algert skilyrði að hann skyggi á Esjuna á þessum myndum, eins ljót og hún er nú, líkt við fjóshaug í einni kosningabaráttunni hér um árið.    


mbl.is Höfuðstöðvarnar verða þær stærstu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 13.7.2015 kl. 17:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.100 íbúðir verða í Vogabyggð en um 850 í Hlíðarendahverfinu einu.

Þorsteinn Briem, 13.7.2015 kl. 17:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi starfa um 4.700 manns og ákveðið hefur verið að spítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember 2012.

Ársskýrsla Landspítala-Háskólasjúkrahúss fyrir árið 2012


Deiliskipulag fyrir Landspítala-Háskólasjúkrahús við Hringbraut samþykkt

Þorsteinn Briem, 13.7.2015 kl. 17:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.10.2011:

"Landspítali-Háskólasjúkrahús er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem hefur myndast við Vatnsmýrina.

Nálægð við Háskóla Íslands
, Háskólann í Reykjavík, hús Íslenskrar erfðagreiningar og fyrirhugaða Vísindagarða [þar sem nú er verið að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen] styrkir þekkingarmiðju borgarinnar á þessu svæði.

Svæðið liggur við Miklubraut sem er aðalsamgönguæð borgarinnar en liggur einnig vel við öðrum mikilvægum umferðaræðum eins og Hringbraut, Bústaðavegi og Snorrabraut.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítala-Háskólasjúkrahúss býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Það eru mikilvæg verðmæti í borgarsamfélaginu sem ber að varðveita.

Og þar að auki vinna á annað hundrað starfsmenn spítalans einnig við kennslu og rannsóknir í Háskóla Íslands."

Þorsteinn Briem, 13.7.2015 kl. 17:06

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrenn gatnamót á Miklubraut eru umferðarmestu gatnamót landsins og öll með um eitt hundrað þúsund bíla á sólarhring:

Gatnamót Miklubrautar, Hringbrautar, Snorrabrautar og Bústaðavegar.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Gatnamót Miklubrautar, Reykjanesbrautar, Sæbrautar og Vesturlandsvegar.

Og Umferðarmiðstöðin (BSÍ) við Hringbraut er aðalumferðarmiðstöð höfuðborgarsvæðisins og langflest hótel og gistiheimili, rúmlega eitt hundrað, eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Flestir Reykvíkingar starfa vestan Kringlumýrarbrautar og þeir vilja búa sem næst sínum vinnustað.

Þorsteinn Briem, 13.7.2015 kl. 17:08

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu, samkvæmt könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013.

Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.

Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.

Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."

Þorsteinn Briem, 13.7.2015 kl. 17:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vestan Kringlumýrarbrautar er meðal annars þessi starfsemi í Reykjavík:

Útgerð, fiskvinnsla og tengd starfsemi:

Reykjavíkurhöfn, þar sem meðal annars eru hvalaskoðunarfyrirtæki, og hvergi annars staðar er landað meira af botnfiski hér á Íslandi og jafnvel í öllum heiminum, fiskvinnsla og útgerð HB Granda hf., Fiskkaup hf. og fleiri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, Lýsi hf., Icelandic Group, Hafrannsóknastofnun og Slippurinn.

Háskólar:


Háskólinn í Reykjavík, svo og flestar deildir Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Framhaldsskólar:


Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Tækniskólinn.

Dómstólar:


Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur.

Verslanir:


Um tvö hundruð verslanir við Laugaveg einan, þar sem um eitt þúsund manns starfa, um tvöfalt fleiri en í Kringlunni, svo og fjöldinn allur af öðrum verslunum, til að mynda við Hverfisgötu og Skólavörðustíg.

Um eitt hundrað matsölustaðir, krár og kaffihús.

Heilbrigðismál:


Landspítalinn, Landlæknir, Íslensk erfðagreining, Heilsugæslan Miðbæ, Rauði krossinn í Reykjavík, Krabbameinsfélagið, Blóðbankinn, Sjálfsbjörg, læknastofur, augnlæknastofur, tannlæknastofur, Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, sjúkranudd, fótaaðgerðarstofur, Nálastungur Íslands og Vinnuvernd ehf.

Hjúkrunarheimili:


Grund, Droplaugarstaðir og Sóltún.

Samgöngu- og ferðamál:


Reykjavíkurflugvöllur, Vegagerðin, Ferðamálastofa, Arctic Adventures, bílaleigur, leigubílastöðvarnar BSR og City Taxi, Samgöngustofa, Umferðarmiðstöðin, bifreiðaumboðið Hekla, skrifstofur Icelandair og Wow air.

Dohop, ferðaskrifstofur, Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Upplýsingamiðstöð Íslensks ferðamarkaðar, söluskrifstofa hópferðabifreiða við Lækjartorg, bifreiðaverkstæði, hjólbarðaverkstæði, smurstöðvar, réttingaverkstæði og mannaðar bensínstöðvar.

Fjármál:


Seðlabankinn, höfuðstöðvar Landsbankans og Arionbanka, svo og útibú þeirra í Hótel Sögu, Borgartúni 18, Borgartúni 33 og við Hagatorg, útibú Íslandsbanka á Granda, útibú MP banka í Borgartúni 25, Íbúðalánasjóður, Lánasjóður íslenskra námsmanna og Kauphöllin.

Reykjavíkurborg:

Ráðhúsið, Perlan, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, háhýsin við Höfðatorg, þar sem skrifstofur Reykjavíkurborgar eru meðal annars til húsa og nýbyggt sextán hæða hótel.

Íslensk og erlend stjórnsýsla:


Alþingi, Umboðsmaður Alþingis, forsætisráðuneytið, innanríkisráðuneytið, fjármálaráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið. landbúnaðarráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, menntamálaráðneytið, félagsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, umhverfisráðneytið og heilbrigðisráðuneytið, svo og skrifstofa forseta Íslands,

Útlendingastofnun, sendiráð Rússlands, Japans, Bandaríkjanna, Kanada, Kína, Indlands, Bretlands, Þýskalands, Frakklands, Póllands, Danmerkur, Noregs og Finnlands, svo og Færeyska ræðismannsskrifstofan.

Tollstjórinn, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Ríkislögreglustjóri, fangelsið við Skólavörðustíg, Ríkissáttasemjari, Ríkisskattstjóri, Ríkisendurskoðun, Ríkiskaup, Skattrannsóknastjóri, Ríkissaksóknari, Sérstakur saksóknari, Samkeppniseftirlitið, Sýslumaðurinn í Reykjavík, Hagstofa Íslands. Þjóðskrá Íslands, Minjastofnun Íslands og Fornleifastofnun Íslands.

Menning:


Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðarbókhlaðan, Borgarbókasafnið, Þjóðminjasafnið, Sjóminjasafnið Víkin, Norræna húsið, Kjarvalsstaðir, Listasafn ASÍ, Þjóðleikhúsið, leikfélagið Hugleikur, Vesturport, Stúdentaleikhúsið, Austurbær, sviðsbúnaðarfyrirtækið Exton og Reykjavíkurakademían.

Nýlistasafnið, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Landnámssýningin, Volcano House, Volcano Show, listagallerí, Höfði, Háskólabíó, Regnboginn, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Undraland kvikmyndir, Evrópa kvikmyndir og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).

Ýmis þjónusta og tæknifyrirtæki:


Internetfyrirtækið CCP, Internetþjónustan Hringiðan, Advania, Netheimur, Talnakönnun, lyfjafyrirtækið Alvotech, Tryggingastofnun ríkisins, Veðurstofa Íslands, Björgunarmiðstöðin, afgreiðsla Íslandspósts, bókaútgáfur, Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna (Fulbright stofnunin), Alliance Française, Evrópustofa, Íslandsdeild Amnesty International, skrifstofur Hótels Eddu, Fosshótela, Landverndar, svo og tölvufyrirtækið Nýherji.

Auglýsingastofur, arkitektastofur, verkfræðistofur, lyfjabúðir, ljósmyndastofur, húðflúrstofur, bakarí, reiðhjólaverkstæði, Veisluþjónustan Fagnaður, fasteignafélögin Eik og Landfestar, byggingafyrirtæki, húsaviðgerðir, húsgagnabólstrun, fatahönnun, listmunagerð, fasteignasölur, leigumiðlun, lögfræðistofur, endurskoðunarstofurnar PricewaterhouseCoopers, Ernst & Young og KPMG.

Willard Fiske Center, Fréttablaðið, 365 miðlar, Kjarninn miðlar, Útgáfa og hönnun, Reykjavíkurakademían, International Modern Media Institute, Valhöll, skrifstofur Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar.

Kjarnar ehf., Dýralæknastofa Dagfinns, fatahreinsanir, þvottahús, hársnyrtistofur, hárgreiðslustofur, saumastofurnar Klæðskerahöllin og Saumsprettan, raftækjaviðgerðir, Snyrtistofan Gyðjan, skósmiðir, endurvinnslustöð Sorpu við Ánanaust og ræstingafyrirtæki.

Nokkur dæmi um hótel:


Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir), Hótel Saga, Hótel Holt, Fosshótel og KEA hótel á Höfðatorgi, Hótel Þingholt, Hótel Plaza, Hótel Arnarhvoll, Hótel Klöpp, Skuggi Hotel, Apotek Hotel, Hótel Skjaldbreið, 101 Hótel, Hótel Borg, Hótel 1919, Hotel Marina, Kex Hostel, Black Pearl Apartment Hotel, Hótel Leifur Eiríksson, Hlemmur Square og hétel á Hverfisgötu 103.

Hótel Klettur, 4th Floor Hotel, Best Western Hotel, Blue Arctic Hotel, Bus Hostel, City Center Hotel, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind, Hótel AdaM. Hótel Flóki, Hótel Frón, Hótel Garður, Hótel Hilda, Hótel Óðinsvé, Hotel Reykjavík Centrum, Hotel Cabin, Metropolitan Hotel, Hótel Örkin og Hotel Adam.

Nokkur dæmi um gistiheimili:


Þrjár systur, Kastalinn Lúxusíbúðir, Gistiheimilið Bröttugötu, Gistiheimili Snorra, Dalfoss, Konrads Guesthouse, Gista íbúðir, Barónsstígur Central, Farfuglaheimilið Vesturgötu, Hostel B47, Art Centrum, Bus Hostel, farfuglaheimilið Loft og Alba Guesthouse.

Gistiheimili Hjálpræðishersins, Gistiheimilið Forsæla, Sunna gistihús, Áróra gistihús, Gistihúsið Andrea, Bella gistihús, Gistihúsið Luna, gistihúsið Víkingur, Anna gistihús, The Capital Inn, Gistihúsið Egilsborg og Thor Guesthouse.

Stéttarfélög og lífeyrissjóðir:


ASÍ, BSRB, Samtök atvinnulífsins, Efling, Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Sjómannasamband Íslands, Leiklistarsamband Íslands, Landssamtök lífeyrissjóða. lífeyrissjóðurinn Gildi, Almenni lífeyrissjóðurinn, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður verkfræðinga og Lífeyrissjóður bænda.

Vista séreignasjóður, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, Lífeyrissjóður tannlækna og Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga.

Guðshús:


Biskupsstofa, Hallgrímskirkja, Dómkirkjan í Reykjavík, Neskirkja, Landakotskirkja, Fríkirkjan í Reykjavík, Fossvogskirkja, Háteigskirkja, Fíladelfía, Kirkja sjöunda dags aðventista, Kirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Kirkja óháða safnaðarins, safnaðarheimili við kirkjur og Menningarsetur múslíma.

Íþrótta- og félagsstarfsemi:


Knattspyrnufélag Reykjavíkur (KR), Valsheimilið og þeirra íþróttavellir, þrekþjálfunarstöðvar, félagsmiðstöðvar og frístundamiðstöðvar við grunnskóla.

Sundlaugar:


Vesturbæjarlaug og Sundhöll Reykjavíkur.

Tónlistar- og söngskólar:

Söngskólinn í Reykjavík, Söngskólinn Domus Vox, Suzukitónlistarskólinn, Tónmenntaskóli Reykjavíkur, Tónskólinn Do Re Mi, Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar.

Dans- og ballettskólar:


Kramhúsið, Ballettskóli Eddu Scheving, Danssmiðjan og Dansskóli Jóns Péturs og Köru.

Myndlistaskólar:


Myndlistaskólinn í Reykjavík.

Happdrætti:


Spilasalir Háspennu, happdrætti Háskóla Íslands, DAS og Krabbameinsfélagsins.

Þorsteinn Briem, 13.7.2015 kl. 18:05

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Miðjan er ekki við Klambratún, Steini, og þarf ekki annað en að líta á kort af svæðinu til að sjá það. Miðjan er þar sem tveir ásar mætast og ásinn NV-SA liggur vissulega eftir nesinu endilöngu gegnum Klambratún. 

En hornrétti ásinn SV-NA liggur ekki í gegnum Klambratún heldur mun austar um austanverðan Fossvogsdal hvað varðar íbúðabyggð og rétt austan Kringlumýrarbrautar varðandi atvinnustarfsemi. 

Ómar Ragnarsson, 14.7.2015 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband