15.7.2015 | 01:07
Ríósáttmálinn varla pappírsins virði?
Íslendingar ásamt flestum þjóðum heims undirrituðu Ríósáttmálann 1992 um sjálfbæra þróun og það að væri vafi um eitthvert atriði, skyldi náttúran njóta vafans.
Þótt ýmislegt hafi áunnist á mörgum sviðum umhverfismála síðan 1992 er þegar á heildina er litið varla hægt að segja að sáttmálinn hafi reynst pappírsins virði.
Enn er í gangi skefjalaus ásókn í helstu auðlindir jarðar og rányrkja á þeim, en rányrkja er andstæða sjálfbærrar þróunar.
Enn síður er reglan um að náttúran skuli njóta vafans í heiðri höfð eins og sést á tengdri frétt á mbl.is.
Af henni má ráða þá ógn fyrir mannkynið ef heldur fram sem horfir.
Við Íslendingar ættum að geta verið í forystu um að markmið og efni Riósáttmálans séu virt, en erum í hópi þeirra þjóða sem verst standa sig miðað við þá möguleika sem við höfum.
Þegar vafi leikur á um virkjanir, eru þær ævinlega látnar njóta vafans en náttúran ekki.
Þannig var það við Hellisheiðarvirkjun og þannig er ætlunin að það verði við virkjanir í neðri hluta Þjórsár svo að dæmi séu tekin.
Og á Íslandi er enn mest mengandi bílafloti í Vestur-Evrópu.
Höfin í hættu við óbreytt ástand | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar sem of mikið er af einhverju, þar er mengun.
Á jörðinni er alltof mikið af mönnum og því þarfasta verkefnið að stemma stigu við fjölgun þeirra. Takist það þá leysast mörg önnur vandamál af sjálfu sér.
Að finna upp aðferðir til að útríma flugum sem breiða út sjúkdóma leysir engan vanda til framtíðar og að metta alla jarðarbúa eikur bara vandann.
Hrólfur Þ Hraundal, 15.7.2015 kl. 12:01
Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 235. sæti.
Röð landa eftir þéttleika byggðar
Hér á Íslandi dvelja um 1,3 milljónir erlendra ferðamanna á þessu ári, 2015.
Hver erlendur ferðamaður dvelur hér á Íslandi í eina viku og því eru hér að meðaltali nú í ár um 25 þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.
Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðast hér innanlands á ári hverju og gista að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.
Að meðaltali eru því um þrettán þúsund Íslendingar á ferðalögum hér innanlands á degi hverjum, einungis um tvisvar sinnum færri en erlendir ferðamenn.
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 18:15
Í gær:
"Ákveðin hættumerki um þenslu eru í byggingariðnaðinum, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Afar mikilvægt sé að endurtaka ekki sömu mistök og á árunum 2004 til 2007.
Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að farið sé að bera á þenslu og ýmsum hættumerkjum í efnahagskerfinu.
Ýmis þenslueinkenni séu farin að gera vart við sig á nýjan leik en efnahagslífið sé jafnframt heilbrigðara en áður.
"Efnahagsreikningur fyrirtækja er miklu heilbrigðari," segir Þorsteinn.
"Betra jafnvægi er á viðskiptum við útlönd, verðbólga er lítil ennþá og margt sem nýtist okkur mjög vel.
Útflutningsgreinar okkar eru mjög heilbrigðar og hafa verið að þróast mjög jákvætt en lítið má út af bregða í svona stöðu til þess að við missum gott ástand í efnahagslífinu yfir í hefðbundna ofþenslu.""
Hættumerki um þenslu
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.