Óraunsæispólitík á hæsta stigi.

Á dögum Willy Brandts kanslara Vestur-Þýskalands varð hugtakið realpolitik eða raunsæispólitík að áberandi stefi í stefnu lands hans.

Orðin "stjórnmál eru list hins mögulega" voru í hávegum höfð.

Þess dapurlegra er það þegar þessu er varpað fyrir borð í svokölluðu samkomulagi milli landa evrusvæðisins og Grikkja, sem er ekkert annað en afarkostir annars aðilans á hendur hinum og ekki aðeins það, heldur sérstaklega skammsýnar og óraunsæjar aðgerðir sem eru dæmdar til að mistakast og gera vandann enn meiri en hann er.

Og það er ekki bara kötturinn sem segir ekki ég varðandi það að leggja fram sinn skerf til að leysa málið með raunsæi að leiðarljósi heldur syngur kór evrulandanna með og sum smærri landanna kröftuglega.

Viðbrögð AGS segja sína sögu um það hvert er eðli þessa máls. Hluti þess hefur komið í ljós þegar litið er á það hvernig viðsemjendur Grikkja hafa sífellt hrakist undan úr einu samkomulagi í annað án þess að viðurkenna, að í raun geta Grikkir líka sett afarkosti varðandi það afleiðingarnar af því fyrir ESB ef landið verður gjaldþrota og evran gefin upp á bátinn.   


mbl.is Samkomulag byggt á sandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Grikkland skuldar Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, þannig að sjóðurinn ætti þá sjálfur að fella niður skuldir landsins.

"Um það bil 10% af skuld­um gríska rík­is­ins voru fengn­ar að láni hjá AGS.

Grikk­ir hafa ekki getað staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart sjóðnum í tvígang og er fyrsta ESB ríkið sem ekki tekst að gera það."

Þorsteinn Briem, 15.7.2015 kl. 14:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska ríkið fékk gríðarlegar fjárhæðir að láni hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, Pólverjum og Norðurlandaþjóðunum vegna Hrunsins hér á Íslandi haustið 2008.

Og þessi lán voru engan veginn skilyrðislaus.

Meira að segja Færeyingar lánuðu okkur Íslendingum danskar krónur, sem bundnar eru gengi evrunnar.

Og Pólverjar lánuðu okkur að sjálfsögðu ekki í pólska gjaldmiðlinum zloty, frekar en Rússar hefðu lánað okkur rússneskar rúblur.

Þorsteinn Briem, 15.7.2015 kl. 14:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hin gríðarháu erlendu lán íslenska ríkisins vegna Hrunsins hér á Íslandi haustið 2008 greiða nú hér erlendir ferðamenn.

Gefa skít í Sjálfstæðisflokkinn og Dana sem grafinn er á Þingvöllum sem staðgengill Jónasar Hallgrímssonar.

Þorsteinn Briem, 15.7.2015 kl. 14:58

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Því var raunar haldið fram að líkamsleifarnar sem jarðsettar voru á Þingvöllum haustið 1946 væru ekki af Jónasi [Hallgrímssyni], heldur dönskum bakara.

Séra Bjarni Jónsson sem talaði yfir moldum hins látna var maður gamansamur. Meðan á athöfninni stóð sagði hann í hálfum hljóðum við Ágúst son sinn:

"Ætli það sé nú ekki vissara að ég segi hér nokkur orð á dönsku.""

Þorsteinn Briem, 15.7.2015 kl. 15:12

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér á Íslandi eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og margir Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að reyna að fá Íslendinga til að leggja fyrir og minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 15.7.2015 kl. 15:40

7 identicon

Í reikningum var ég að rusla,
og rakst þá á gamlar syndir:
Vangoldið útsvar, dagleg drusla,
dóna- og hryllingsmyndir!


http://eirikurjonsson.is/verdur-dagur-roni-naest/

sealed

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 15.7.2015 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband