15.7.2015 | 22:47
Askja hafði fengið að vera í friði 1967. En Gjástykki á að umturna.
Þegar tunglfararnir fóru í Öskju 1967 var það svæði ósnortið. Alþjóðleg samtök áhugafólks um ferðir til mars völdu árið 2002 svæði í Gjástykki sem hentugt æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar.
Bob Zubrin, heimsþekktur forsvarsmaður samtakanna, hafði áður komið til landsins og verið í opnuviðtali í tímaritinu Time.
En nefnd um skipulag miðhálendisins hefur einróma skilgreint Gjástykki sem iðnaðar/virkjunarsvæði fyrir um 45 megavatta virkjun í stíl Kröfluvirkjunar og Hellisheiðarvirkjunar. Og fyrir liggur einbeittur (brota)vilji virkjanafíkla og landeigenda gegn ósnortinni náttúru Gjástykkis.
Hefðu tunglfararnir farið í Öskju 1967, ef svo hart hefði verið sóst eftir að reisa slíka virkjun þar að hún verið risin áður en þeir voru hér á landi?
Barnabörn Armstrongs afhjúpuðu minnisvarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar ég var í einni hringferðinni með erlenda ferðamenn um fagra Ísland þegar ég var í þeim brasanum var Jóhannes Reykdal farastjóri. Hann sagði mér þegar við vorum á Mývatni frá því að hann og hans félagar störfuðu þar við landmælingar og þeir hafi hitt Armstrong og félaga hans í tjaldbúðunum við Öskju sennilega 1967 ferðinni. Ég man ekki alveg en þú Ómar þekkir væntanlega Jóhannes Reykdal betur en ég en hann var fréttamaður á ruv sem dæmi. Það væri gaman að fá þessa sögu kannski betur á blað svona upp á sögunna þegar fyrstu tunglfararnir og íslensku landmælingarmennirnir hittust í Öskju.
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 00:37
Ég þekki Jóhannes vel úr bransanum og skal hafa samband við hann. Takk.
Ómar Ragnarsson, 16.7.2015 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.