Kuldapollurinn á tölvulíkönunum?

Fyrir tuttugu árum var sett fram kenning um þau áhrif loftslagshlýnunar á jörðinni og þungt bráðnunarvatn frá jöklum Grænlands og Íslands myndi valda veiklun Golfstraumsins á nyrsta hluta hans og þar með staðbundna kólnun við Ísland og nyrst í Atlantshafi. 

Svipað kom fram á tölvulíkönum um misjöfn áhrif loftslagshlýnunar á hnettinum. 

Þetta kemur enn fram á tölvulíkönum um áhrif hlýnunarinnar á þessari öld og sjór hefur kólnað syðst á Grænlandshafi, suðvestur af Íslandi. 

Undanfarnar vikur hafa hin miklu hlýindi á meginlandi Evrópu helst átt möguleika á að berast til Íslands með því að berst fyrst norður um Skandinavíu og koma síðan þaðan úr norðaustri til Íslands á sama tíma og svalara loft hefur verið suðvestur af landinu.

Eins og oft áður hafa vísindamenn átt erfitt með að fullyrða um það hvort kólnun veðurfars hér á landi síðustu tvö ár er hefðbundin sveifla, sem oft verður á nokkurra áratuga fresti, eða hvort samhengið sé stærra.  


mbl.is „Þetta er fullkalt fyrir miðjan júlí“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Eins og oft áður hafa vísindamenn átt erfitt með að fullyrða um það hvort kólnun veðurfars hér á landi síðustu tvö ár er hefðbundin sveifla, sem oft verður á nokkurra áratuga fresti, eða hvort samhengið sé stærra." Enda erfitt að útskýra þessa kólnun sem hvergi sést í gögnum en er mjög skýr í minni Ómars. Eins er þessi kuldapollur sem hvergi finnst nema hjá Ómari ráðgáta.

Hábeinn (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 15:04

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ojú, Hábeinn minn, það sést vel á veðurkortum og búið að sjást í langan tíma af þeim sem vilja sjá pollana. Svona er það bara.

Eyjólfur Jónsson, 16.7.2015 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband