Ef hernaðarútgjöld þjóðanna færu í þetta?

Menn sundlar við þeirri upphæð, sem þyrfti til þess að kosta hervarnir jarðarbúa allra gagnvart ógn utan úr geimnum, svo sem hættuna af árekstri smástirna við jörðina. 

En þessi upphæð er samt margfalt minni en sú upphæð sem þjóðir heims eyða árlega í hernaðarútgjöld sem miða að því að heyja stríð við hver aðra.

Og ráðamönnum þjóðanna veitist oft auðvelt að réttlæta þessi útgjöld, ekki síst einvaldar eða ofríkismenn og alræðisyfirvöld, sem þurfa á því að halda að geta bent á ógn frá öðrum ríkjum, sameiginlegan óvin, sem réttlæti vígbúnað.   


mbl.is Breyti sólkerfinu til að lifa af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband