Villtist í Leifsstöð. Rúm tvö ár síðan ég kom þangað síðast.

Breytingarnar, sem stórfjölgun ferðamanna valda hjá okkur, eru hraðar, en við verðum þeirra ekki svo mjög vör dag frá degi. 

Öðru máli gegnir þegar nokkur tími líður á milli þess að komið sé á ákveðna staði. 

Þannig gerðist það í gær, að þegar ég kom í Leifsstöð eftir að hafa ekki komið þangað í rúm tvö ár, villtist ég hvað eftir annað. 

Miðað við það sem til stendur að gera þarna suðurfrá má búast við að villast aftur, ef nokkur ár líða að nýju. 

Nú finnst manni það ekki fréttnæmt þótt það að koma niður í miðbæ Reykjavíkur sé svipað og að vera staddur í erlendri borg, - það virðast vera tómir útlendingar þar.

En þetta er afgerandi breyting miðað við það sem var fyrir aðeins örfáum árum.

Myndatökur með drónum er gríðarleg breyting í augum manns, sem áratugum saman glímdi við það á venjulegri flugvél að ná myndum frá öðrum sjónarhornum en af jörðu niðri. 

Að ekki sé nú talað um samsetningartæknina og úrvinnslumöguleikunum. 


mbl.is Selur myndskeið af ægifegurð landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flygildin sem notuð eru við myndatökur hérlendis eru ekki þess verðug að kallast drónar. Þetta eru lítið annað en fjarstýrð módel. hvort heldur flugvéla- eða þyrlumódel, með áfastri myndavél og e.t.v. snjallsíma.

Drónar geta hins vegar verið alsjálfvirkir, þótt þeim megi líka handstýra. Þeir geta sjálfir séð um að taka á loft, fljúga og lenda í samræmi við forritun þeirra. Hernaðardrónar eru auk þess orðnir það sjálfvirkir í dag að þeir geta sjálfir valið skotmörk sín. Sem er út af fyrir sig nokkuð skuggalegt.

Munurinn á módelunum og drónunum mun eflaust minnka með tímanum. Þannig geta dýrari módel nú ratað "heim" og lent sjálfvirkt með hjálp GPS ef þeir fljúga út fyrir vinnuradíus fjarstýringarinnar, auk þess sem hægt að stýra þeim með snjallsíma sem lengir vinnuradíusinn talsvert. En það gerir módelin ekki að drónum - ennþá.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.7.2015 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband