Forgangur stóriðjunnar er eina ástæða raforkuskorts hjá okkur sjálfum.

Hvernig getur við Íslendingar, sem framleiðum fimm sinnum meira rafmagn en íslenska raforkukerfið þarf, lent í raforkuskorti? 

Á hina raunverulegu ástæðu er aldrei minnst þegar kyrjaður er samfelldur áróðurssöngur fyrir því sem brýnni nauðsyn að tvöfalda orkuframleiðslu Íslendinga fyrir árið 2025 með öllum þeim spjöllum á einstæðri íslenskri náttúru sem það muni kosta.  Annars verðum rafmagnslaus og förum aftur inn í torfkofana. 

Ástæðan blasir við þegar heildarmyndin er skoðuð: Stóriðjan hefur forgang og ný og ný erlend fyrirtæki "orkufreks iðnaðar" sem bætt er í hóp erlendra kaupenda eru þvílíkt trúaratriði að allt annað víkur. "Orkufrekur iðnaður" sem kaupir rafmagn á spottprís er samkvæmt orðanna hljóðan orkubruðl.

En í hálfrar aldar gömlum síbyljusöng er búið að búa til helgimynd utan um þetta fyrirbæri. 

Svo afgerandi er rányrkjuhugurinn að orka Hellisheiðarvirkjunar hefur á örfáum árum minnkað um 40 megavött, eða sem svarar tveimur Sogsvirkjunum og á eftir að minnka stanslaust héðan í frá.

En í staðinn fyrir að viðurkenna að það sé vegna siðlausrar fyrirframsölu á dvínandi orku, sem raforkan til okkar sjálfra kunni að minnka, á að fela það og bæta bara í varðandi virkjanahamaganginn handa stóriðjunni. 


mbl.is Líkur á raforkuskorti eftir 2 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég hef verið um skeið þeirrar skoðunar að Helguvíkurframkvæmdir hafi stöðvast vegna þess að áætlanir um virkjanakosti gufu á Reykjanesi voru fantasíur. Einnig að ákafi sturlaðrar elítunnar í að virkja fleiri fallvötn séu tengd þessu. 

Talandi um fallvötn, þá er fáránlegt að virkja meira, nú þegar ofvirkjað, og algjör móðgun við land og þjóð að hyggja á frekari verksmiðjur í þessu BananalýGveldi.

:D

Guðjón E. Hreinberg, 22.7.2015 kl. 13:24

2 identicon

Jú, Guðjón, það er þörf á meiri minni og meðalstórum framleiðsluiðnaði hér á landi, sem skilar hagnaði. En fyrst þarf að loka álverinu á Reyðarfirði, þessari heilögu kú íhaldsins og afturhaldsins. Álverinu sem skilar engu til þjóðarbúsins, en sem þjóðin borgar með, enda fær Alcoa nær alla raforkuna frá Kárahnjúkavirkjun og á 25% af markaðsvirðinu í boði Sjálfstæðisflokksins.

Pétur D. (IP-tala skráð) 22.7.2015 kl. 19:00

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Nýtt starf í orkufrekum iðnaði kostaði fyrir austan í kringum 200 milljónir á starf. Áætlunin á Bakka er 50 milljónir á starf. Hversu mörg störf gæti maður skapað hefði maður aðgang að slíkum sjóðum? 

Það er rétt, Pétur, að virkjanasturlunin á landinu skilar engu til þjóðarinnar sem mark er á takandi, nema þá spillingu.

Guðjón E. Hreinberg, 22.7.2015 kl. 20:38

4 identicon

Og ekki má gleyma því að Alcoa hefur aldrei greitt skatt til íslenzka ríkisins vegna bókhaldsfúsks.

Pétur D. (IP-tala skráð) 22.7.2015 kl. 23:07

5 identicon

það gleimist stundum ef ekki væri fyrir stóriðjuna væri flutníngskerfi rafmagns vanþróaðra eini staðurin sem hefur fullkomið flutníngkerfi er suðurland aðrir staðir á islandi skortir stórlega gott flutníngs. ástandið versnaði stórlega þegar landsvirkjun var skipt upp.afhverju þarf rarik að borga arð til ríkisins þeir géta varla haldið uppi eðlilregu verði til neitenda ef rarik þarf að borga um 300.milljónirhvað þyrfti landsvirkjum og landsnet þá að borga miðað við veltu

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 09:07

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Öh, heimilin greiddu fyrir uppbyggingu flutningskerfisins. Og heimilin eiga að greiða fyrir að endurbyggja það. 

Þetta vita allir ósteinrunnir hugar.

Guðjón E. Hreinberg, 25.7.2015 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband