Upphaf á tvíburabróður Reykjanesskagans?

Vitað er um ýmis smágos á Reykjaneshrygg suðvestur af Reykjanesi, að þar hafi jafnvel komið upp nýjar eyjar og sjórinn brotið þær niður, til dæmis ein slík vorið 1783. 

Hugsanlegt sé, að eftir milljónir ára kunni að hafa myndast framlenging á Reykjanesskaganum til suðvesturs.

Af þessum sökum er fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í Surtsey, sem er eina framlenging landsins til suðvesturs sem hefur staðist ásókn sjávar síðustu nokkur þúsund ár.

Er hugsanlegt að þarna sé að myndast framsókn nýs lands næstu milljónir ára?

Því getur enginn svarað nú, en svona spurning varpar ljósi á ljóðlínur Einars Ben: "Vort líf sem svo stutt og stopult er /  það stefnir á æðri leiðir". 


mbl.is Merki um aukinn jarðhita í Surtsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband