23.7.2015 | 05:05
Elín hefur fullan rétt til að hafa skoðun á málinu.
Frá upphafi hefur íhaldssemi og staðnað hugarfar búið undir andófi gegn hvalaskoðun. Fyrst og fremst er hér um að ræða það gróna hugarfar, að "nýting" geti alls ekki falist í neinu öðru en að það skili einhverrri afurð, sem hægt er að mæla í þyngdareiningum.
Svo gróin er þessi gamla hugsun, að meira að segja er flokkun í rammaáætlun byggð á henni og það eingöngu talin nýting náttúruverðmæta, ef um raforkuvirkjun sé að ræða.
Svo dæmi séu tekin, er það aðeins talin nýting á fossum líkt og Gullfossi, Dettifossi, Aldeyjarfossi, Hvanngiljafossi, Dynk, Gljúfurleitarfossi, Farinu, Búðafossi og Urriðafossi ef þeir eru þurrkaðir upp og vatninu veitt í göngum inn í hverfla í stöðvarhúsum.
Þess má geta, að í alvöru eru ráðgerðar virkjanir á öllum fyrrtöldum fossum nema kannski síst á Gullfossi og að í öllum tilfellum er nýting talin andstæða verndunar og því mikilvægari, af því að menn sjá ekkert peningalegt gildi í verndun.
Slík sjónarmið er alrangt og verndun ætti annað hvort að heita verndarnýting og virkjun orkunýting, eða að nefna flokkana virkjun og verndun.
Það voru taldir "geimórar" þegar við Elín vorum starfsmenn á fréttastofu Stöðvar 2 og ég gerði frétt um fyrsta hvalaskoðunarbátinn á Höfn í Hornafirði.
Nú koma meira en 200 þúsund manns til Íslands til að skoða hvali og hagsmunir hvalveiða og hvalaskoðunar skarast víða, hvort sem mönnum þykir það betur eða ver.
Og ef dæmið snýst um að velja þar á milli er það fyllilega réttlætanlegt að meta hagsmunina.
Til þess hefur Elín Hirst fullan rétt, þótt það sé eins og eitur í beinum þeirra, sem vilja meta hagsmuni hvalveiðanna meira en hagsmuni hvalaskoðunarfólks.
Hvalaskoðun mikilvægari en hvalveiðar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sífellt fjölgar þeim sem bíða eftir ADHD greiningu. Er þetta fólk e.t.v. með kvikasilfurseitrun? Auðvitað er hægt að gefa fólki róandi lyf og skoða hvalina í rólegheitunum á meðan. En það væri líka hægt að kafa dýpra og kanna mengunina í hafinu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 09:14
Hvernig væri það Ómar, að þú færir aðeins að skoða hlutina af ábyrgð og kynna þér hlutina áður en þú hleypur af stað og skrifar enn eitt "öfgaruglið"? Það vill nú svo til að ég hef kynnt mér þetta mál frá báðum hliðum. Niðurstaðan varð sú að þessar tvær atvinnugreinar (hvalveiðar og hvalaskoðun) geta mjög vel þrifist hlið við hlið, en einhverra hluta vegna eru það hvalaskoðunarmenn sem harðast standa gegn því. Þá er margt sem ég hef skoðað varðandi þetta og eitt af því er að opinberum tölum um fjölda þeirra, sem koma í hvalaskoðun, ber alls ekki saman við þann fjölda sem samtök hvalaskoðunarmanna gefur út, opinberar tölur eru nokkuð mikið lægri og sum árin fara alveg í rúm 60%. Þá skaltu skoða þessa bloggfærslu; http://johanneliasson.blog.is/blog/johanneliasson/entry/1873245/
Jóhann Elíasson, 23.7.2015 kl. 09:38
"andófi gegn hvalaskoðun"
Skelfilegt er að lesa svona bull.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.7.2015 kl. 10:31
Hrefnuskoðun í Faxaflóa skapar hér miklar gjaldeyristekjur en hrefnuveiðar sáralitlar.
Hvalaskoðun frá Reykjavík var strax árið 2013 með um eins milljarðs króna veltu og skapar þar hundruð starfa.
Og hvalaskoðunarbátar hafa einnig verið notaðir til norðurljósaferða í Faxaflóa.
9.10.2014:
"Aðeins ein útgerð er við hrefnuveiðar í ár en voru þrjár í fyrra og heimilt er að veiða 229 dýr.
"Þetta eru ekki nema 22 dýr sem við höfum fengið, samanborið við 36 dýr í fyrra," segir Gunnar Bergmann Jónsson framkvæmdastjóri IP útgerðar.
Gunnar telur að ástæðan fyrir færri hrefnum geti verið minna æti."
3.6.2015:
"Gunnar Bergmann Jónsson útgerðarmaður hjá IP útgerð ... segir að síðasta vertíð hafi verið slök.
"Flytja þurfti inn norskt hrefnukjöt í vetur til að anna eftirspurn á veitingastöðum."
Þorsteinn Briem, 23.7.2015 kl. 11:40
Whale Diary | Elding - Hvalaskoðun (specializes in whale watching tours from the Old Harbour of Reykjavík):
"You can check previous sightings through our online Whale Diary before your tour.
Our sighting success on previous tours is 91.4% however the cetacean abundance is unpredictable and varies with the food availability of our shores.
The most common cetacean in the area are the minke whales, white-beaked dolphins and harbour porpoises and occasionally we see other species including the humpback whales, killer whales/orcas and even fin whales."
Þorsteinn Briem, 23.7.2015 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.