26.7.2015 | 09:50
Þetta var stærri flugvél en "léttflugvél."
Léttflugvél er ágætt orð yfir flugvélar, sem falla undir heitið "LSA" í flugreglum, en það eru flugvélar, sem eru minna en 600 kíló að þyngd fullhlaðnar, taka ekki fleiri en tvo í sæti og geta flogið innan takmarkaðs hraðasviðs, hvað snertir hægt flug og hratt flug.
Flugvélin, sem fórst í Tokyo, var hins vegar með fjóra um borð og stærð stélsins á myndinni í fréttinni sýnir að þetta var það, sem í 75 ár hefur verið kallað "lítil flugvél" á Íslandi, stundum "lítil einshreyfils flugvél" ef það hefur átt við.
Upphaflega var orðið "ultralight" þýtt sem fis hér á landi. Síðan var í reglum um flug búinn til nýr flokkur flugvéla, "light sport aircraft", skammstafað "LSA", sem hefði verið best að kalla "léttflugvél".
En með því að fara að kalla allar litlar flugvélar "léttflugvélar" er búið að fullkomna ruglinginn hjá okkur.
Léttflugvél brotlenti í íbúðarhverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverju öðru er að búast við af "blaðamönnum" sem nota Google translate?
Hvumpinn, 26.7.2015 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.