Sami mávurinn og hjá Cameron?

Sumt, sem erfitt er að kanna og sanna, er furðulegt á okkar miklu tækniöld, þegar menn finna þotur og skip á mörg þúsund metra dýpi úthafanna, kafa niður og ná í hluti innan úr þessum flökum. 

Má sem dæmi nefna flak AF447 þotu Airbus í Suður-Atlantshafi, flak Titanic austur af Nýfundnalandi og flök orrustuskipanna Hood og Bismarcks á sunnanverðu Grænlandshafi og vestur af Biskayaflóa. 

Síðan koma önnur tilfelli þar sem ekki virðist vera hægt að rekja eða finna hluti á litlu dýpi upp við land, eins í sænska skerjagarðinum.

Við það bætast síðan misjafnir vitnisburðir sem villa um fyrir leitarmönnum.

Hér fyrr á árum gerðist slíkt oft þegar flugvélar hurfu hér heima og fólk taldi sig hafa orðið vart þeirra allt að hundrað kílómetra frá þeirri flugleið, sem síðar kom í ljós að þær höfðu flogið.Mávar í Brighton

Um daginn færði David Cameron forsætisráðherra Breta það í tal, hve hvimleiðir mávar væru orðnir í Bretlandi. Vöktu þessi ummæli talsvert umtal og fannst mér þetta tal undarlegt.

En nú hef ég skipt um skoðun eftir að hafa dvalið í Brighton á suðurströnd Englands í þrjár nætur.

Hér niðri við ströndina er stanslaust mávagarg allan sólarhringinn og engu er líkara en að sami mávurinn sé gargandi án afláts.

Út um gluggann sést enginn mávur og ég er jafnnær um hvaða fugl þetta er og Svíar um það hvaða bátar eru á ferð uppi i landsteinum hjá sér.

Hér í Brighton er aðeins sandfjara og vinsæl baðströnd og enga fiskibáta að sjá eða annað sem laðar að sér máva á Íslandi. Hér má sjá dæmi um aðgangshörku mávanna, einn sem situr á bakinu á bekknum, sem fólkið situr á við fjölfarna götu hér í Brighton og er örskömmu síðar búinn að steypa sér niður að öðru fólki til að reyna að hrifsa til sín bita hjá þeim. 

Raunar hef ég hvergi gist á Íslandi í bráðum sextíu ár þar sem er jafnmikið mávagarg og umferð máva og hér.

Þeir eru líka aðgangsharðir alls staðar og langt inn í land. 

Fyrirbærið er mun meira áberandi hér en í grennd við Reykjavíkurhöfn og gengur svo langt, að jafnvel kvikmynd Hitchcocks, "Fuglarnir" kemur upp í hugann.

Tal Camerons um mávana hljómar því ekki lengur undarlega í eyrum, heldur er full ástæða til þess að taka undir þau og styðja hann í þessu máli.  


mbl.is Óvíst hvaðan kafbáturinn er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar með sitt æðiber,
eltur nú af fugli,
buxnalaus í Brighton er,
í bölvuðu þar rugli.

Þorsteinn Briem, 28.7.2015 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband