30.7.2015 | 00:08
Bob Zubrin og kó skoðuðu Kverkfjöll, Mývatnssveit og Gjástykki.
Einn helsti frömuður marsferða, Bob Zubrin, kom til Íslands árið 2000.
Hann var kominn alla leið hingað til að fara í sérstakt flugferðalag til að skoða Kverkfjöll og Mývatnssveit, lenti þar, en fór síðan suður á ný til að átta sig á því hvort hér á landi væri að finna aðstæður, líkar því sem eru á mars.
Tveimur árum síðar kom sendinefnd á vegum alþjóðlegra samtaka áhugafólks um marsferðir og valdi sér stað í Gjástykki fyrir væntanlegt æfingasvæði marsfara, sem er skammt þar frá þar sem neðstu myndirnar voru teknar.
"Áhugafólk" er hógvær lýsing á fólkinu í þessari sendinefnd, allt hámenntað fólk í fremstu röð.
Enda kemur í ljós eftir könnunarferðirnar, sem búið er að fara síðan til mars, að það var á réttum slóðum fyrir um 13-15 árum.
Lífið hefði notið sín á Mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.