4.8.2015 | 09:06
Íslendingar hafa sérstöðu.
Það fer mjög eftir orkukerfi landanna hve mikið gagn rafknúin farartæki gera. Í flestum löndum ganga bílarnir fyrir rafmagni sem framleitt er á mengandi hátt í orkuverum kúnum jarðefnaeldsneyti eða þá kjarnorku, sem er ekki heildarlausn vegna vandaræða með úrgang og takmarkana á magni úrans.
Ávinningurinn af notkun rafbíla er því oft á tíðum ekki mikill.
Við Íslendingar höfum hins vegar algera sérstöðu varðandi að að orkuver okkar eru ekki knúin af jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku, heldur nær eingöngu af vatnsorku og jarðvarmaorku.
Þess vegna eiguum við ekki að hlaupa upp til handa og fóta og draga úr stuðningi við rafknýin farartækii, enda væri slíkt mikil skammsýni á 21. öldinni, þegar jarðefnaeldsneyti mun ganga til þurrðar og orkuskipti óhjákvæmileg.
Rafbílar gætu orðið rokdýrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki gott að hafa sérstöðu þegar leitað er lausna fyrir fjöldann. Og framtíð rafbíla getur ekki byggst á niðurgreiðslum og niðurfellingum skatta og gjalda. Blind trú þar sem þjóðarhagur og efnahagsleg rök eru hundsuð gengur ekki til lengdar.
Orkuskiptin koma þessu ekki við vegna þess hve rafmagn er óhentug lausn fyrir fjöldann. Orkuskiptin verða ekki yfir í rafmagn. Og rafmagnsbíllinn verður áfram dýr lausn sem gagnast fáum.
Hábeinn (IP-tala skráð) 4.8.2015 kl. 11:14
Ég er sammála Hábeini mismunun á tollafgreiðslu og öðrum gjöldum gengur ekki til lengdar.
Síðan eru það rafhlöðurnar: Risastór viðhaldsreikningur vofir yfir innan fárra ára.
Allt annað er gott við rafbíla.
Snorri Hansson, 4.8.2015 kl. 14:33
Rafbílar
Það er ef til vill misskilningur að olían klárist.
Hér skrifar Kjartan í Morgunblaðið að engin muni vilja kaupa olíuna, eftirspurn eftir olíu hverfi.
Orkubyltingin
Kjartan Garðarsson skrifar í Morgunblaðið, bls. 27, 11.07.2015.
000
Einhversstaðar las ég að það væri minni mengun á kWst, frá stóru jarðefna orkuveri, en venjulegum bílvélum.
Bíll, eins og Volvo xc90, með rafmótor í hverju hjóli, losnar við orkutapið í hásingar öxlunum, mismunadrifinu, drifskaftinu, og gírkassanum.
Hér er forveri þeirrar tækni, tekið af lagernum hjá "skriðdreka framleiðslu fyrirtæki og sett í Ford 150.
http://www.youtube.com/watch?v=DSBvOMXDEzQ
Hlaðið upp 8. nóv. 2008
MPGomatic.com hits the show floor at SEMA and gets the lowdown on PML Flightlink's HI-PA Drive electric-powered Ford F-150 pickup truck.
000
Lesið greinina í Morgunblaðinu, ÁL - MÁLMUR ORKUNNAR, Boris Birshtein keypti fyrirtækið og hefur ekki leyft notkun á orku sellunni.
. júní 2001 | Aðsent efni | 1127 orð | 4 myndir
ÁL - MÁLMUR ORKUNNAR
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
// Ál er fullt af efnaorku, segir Björn Kristinsson, alveg eins og olía og kol.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/609466/?item_num=0&searchid=ad31f09a3a0f2b1be67699136691b567f8a20848
Egilsstaðir, 04.08.2015 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 4.8.2015 kl. 22:28
Þangað til að það kemur í ljós, hvað svona riðstraumstýringar eru hættulegar heilsu fólks, en það tekur áratugi að koma í ljós.
Það er líka mjög flókið fyrirbæri, en vel þekkt.
Svo eru jarðvarma virkjanir mjög slæmar, vegna mikilar tæringar í svona kerfum.
Ef talvan bilar alvarlega í bílnum þínum í dag, þá getur þú bara hent honum, viðgerðin er svo kosnaðaarsöm.
http://electricalpollution.com/
Haraldur Gudbjartsson (IP-tala skráð) 5.8.2015 kl. 03:09
Sérstaða Íslands hvað varðar raforku hverfur þegar búið er að tengja okkur við rafkerfi Evrópu. Þá verður raforka jafnvel enn dýrari hér en þar. Það er þegar búið að ákveða lagningu þessa strengs, hvað sem við almenningur röflum. Breskir fjárfestar væru ekki að kosta rándýra könnun á hafsbotninum nema búið væri að tryggja þeim raforkuna.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 5.8.2015 kl. 04:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.