Hið hefðbundna flokkakerfi skildi eftir tómarúm.

Frá 2007 hefur hið hefðbundna íslenska flokkakerfi beðið afhroð í hugum stórs hluta íslenskra kjósenda og traust á Alþingi, stjórnmálamönnum og stjórnmálum hrunið. 

Það hófst með REI-klúðrinu í borgarstjórn Reykjavíkur sem leiddi af sér samfelldan og einstæðan darraðardans í borgarstjórninni til ársins 2009, auk þess sem Hrunið dundi yfir á sama tímabili.

Allt þetta var einfaldlega of mikið til þess að viðhalda tryggð við flokkakerfið og stórt tómarúm myndaðist.

Inn í það tómarúm sótti Besti flokkurinn 2010 með álíka fylgi og Píratar hafa nú. Fimm árum síðar hefur Besti flokkurinn orðið í augum margra hluti af kerfinu í borgar- og bæjarstjórnum og óánægjufylgið hefur streymt yfir til Pírata, sem ekkert benti til í upphafi kosningabaráttunnar 2013 að fengju nema örfá prósent.   


mbl.is Píratar með 35% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig hryllir við tilhugsunina að tilhugsunina komist til valda. Það er ömurlegt hvernig þessu fólki sem að er ekkert betra (og að mörgu leyti ennþá verra) heldur en aðrir kratar virðist geta spilað á fólk og platað það með því að bera sig fram sem einhverja góða engla sem að vilja berjast á móti vonda 4flokkinum. Við skulum vona að þegar það dregur að kosningum að þetta fólk sé neytt til þess að útskýra það betur hvað það vill gera og að síðan detti gríman af því þegar að allir sjá að þetta er bara vinstra-fólk dauðans með öllu því sem að því fylgir. 

sveinn (IP-tala skráð) 4.8.2015 kl. 20:57

2 identicon

Eina vonin í dag, til að breyta kerfinu, til móts við óskir almennings.

Haraldur Gudbjartsson (IP-tala skráð) 5.8.2015 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband