Bjöllur/flautur á hjólum miklu nauðsynlegri en á bílum.

Á grundvelli reynslu minnar í ár af því að ferðast á reiðhjóli um hjóla- og göngustíga borgarinnar er óhætt að taka sterklega undir það, að stórbæta þarf umferðarmenninguna á þessum stígum. 

Reiðhjól og vélhjól eru þeim annmörkum háð miðað við bíla, að engin leið er að svipta hjóli til neitt í líkingu við bíl, ef óvænt árekstrarhætta skapast eða þörf fyrir snögga stefnubreytingu. 

Miklu fleiri hjól þurfa að vera með annað hvort góðar bjöllur eða flautur, sem seldar eru í reiðhjólaverslunum og auk þess baksýnisspegil, sem líka er hægt að fá. 

En ekki er nóg að vara með bjöllur eða flautur ef þær eru ekki notaðar og það er mjög áberandi hve lítið er um að gefa viðvaranir þegar farið er fram úr hjólum eða framhjá gangandi vegfarendum. 

Þetta með baksýnisspeglana á líka við á götum og þjóðvegum og jafnvel enn frekar vegna þess hraða sem bílar eru á.  


mbl.is Keppnishjólreiðar eiga ekki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Er ekki rétt að setja reglur um hámarkshraða á göngu/reiðhjólastígum svona rétt eins og á vegum?

corvus corax, 5.8.2015 kl. 09:42

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru nú þegar til staðar reglur um að hjólreiðamenn skuli sjálfir bera ábyrgð á slysum og tjóni sem þeir valda með því að hjóla hraðar en svo að þeir ráði við að víkja í tæka tíð fyrir öðrum vegfarendum.

Þær kallast almennar reglur skaðabótaréttar.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2015 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband