Kvöldblíðan lognværa er líka gefandi afl.

Á þessum árstíma er allt Ísland gefandi afl og sálarefling, allt frá glæsilegum ljósagangi og flugeldum á Þjóðhátíð til kyrrðarinnar, sem eitt sinn var lýst í ljóði með orðunum "kvöldblíðan lognværa".Hvolsvöllur, kvöldblíða

Frá Eyjum er aðeins um tíu mínútna flug upp á Hvolsvöll, þar sem fuglasöngur, og lágþoka í ljósaskiptunum skapar gerólíka stemningu.

Um áratuga skeið hefur flugið gefið möguleika á að skjótast á örskammri stundu á milli þessara miklu andstæðna.TF-ROS, Fox, tungl,jðkull

Myndirnar tala sínu máli, annars vegar myndskeiðið á tengdri frétt á mbl.is af hámarki hátíðahaldanna í margmenninu í Eyjum, en hins vegar myndir úr "kvöldblíðunni lognværu sem kyssti hvern reit" uppi á fastalandinu á sama tíma.  

 


mbl.is Sunnudagur á Þjóðhátíð - myndskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit,

komið er sumar og fögur er sveit.

Sól er að kveðja við bláfjalla brún,

brosa við aftanskin fagurgræn tún.

Seg mér hvað indælla auga þitt leit

íslenska kvöldinu í fallegri sveit!

Guðmundur Guðmundsson 1874 - 1919

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2015 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband