Þarf enn betri merkingar og fræðslu.

Þegar fólk, sem er óvant ferðum um óbyggðir, sér annars vegar stóran poll, sem ómögulegt er að sjá hvað er djúpur eða hvernig botn hans er, og hins vegar svæði utan pollsins, er skiljanlegt að hikið sé við eða hætt við að fara yfir pollinn. Þríhyrnings    leið

Á myndum í frétt á mbl.is um þetta sést, að enda þótt rétt leið sé merkt með venjulegum stikum og mjóu bandi, þarf meira til. 

Bæði sérstök upplýsingaskilti og meira áberandi merkingar á hverjum stað.

Dæmi um þetta má sjá á svonefndri Þríhyrningsleið sem liggur frá Brú á Jökuldal til vesturs yfir á Kverkfjallaleið, sem liggur Frá Möðrudal suður til Kverkfjalla.Þríh.leið merking

Þar mátti í fyrra sjá ljót og víðfeðm för eftir bíla sem höfðu farið út fyrir slóðina áður en settar voru upp áberandi merkingar.

Við upphaf og enda svona leiða ættu að vera stór og góð upplýsingaskilti með myndum og útskýringum á því af hverju leiðin beint yfir pollinn er sú besta og oft eina rétta.Þríhyrnings  leið pollur

Eini gallinn við merkingarnar á Þríhyrningsleið er sá, að upplýsingaspjöldin hefðu þurft að vera á stífum plötum sem ekki blöktu og lögðust jafnvel saman i vindinum.  


mbl.is Voru hræddar við pollinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki hægt að koma upp upplýsingaskiltum við Keflavíkurveginn til dæmis, eru ekki um 90% ferðamanna sem fara þar framhjá? Ódýr plástur sem er hægt að redda fljótt hefði maður haldið, staðsetningin gæti verið móts við bílasölurnar og Go-kart brautina, skemmir ekki útsýnið mikið að mínu mati

Eyjólfur (IP-tala skráð) 5.8.2015 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband