Ráðaleysi í orkumálum.

Eftir kjarnorkuslysið í Fukushima 2011 hefur verið sterk hreyfing í Japan fyrir því að loka kjarnorkuverum landsins. Rökin eru þau að of mikil áhætta sé tekin í landi eldgosa, jarðskjálfta og flóðbylgna að hafa þar mörg kjarnorkuver. 

Í seinni tíð hefur andstaðan einkum beinst gegn því að enduropna lokuð kjarnorkuver eða byggja ný. 

Aðrir benda á orka þessara vera sé of stór þáttu í orkubúskap þjóðarinnar til þess að hægt sé að grípa til svo rótttækra aðgerða að loka verunum.

Auk þess muni það verða skammgóður vermir að pissa í skóinn að auka kaup á jarðefnaeldsneyti, sem fyrirsjáanlega mun ganga til þurrðar á 21. öldinni og aukin notkun þess af Japana hálfu muni einungis auka ábyrgð þeirra á loftslagsvandanum, sem við er að glíma.

Enduropnun kjarnorkuvera í Japan er dæmi um það ráðaleysi sem ríkir hjá ráðamönnum þjóðanna varðandi umhverfismál jarðarinnar. Mikil hætta er á að þetta ráðaleysi eigi eftir að gera hina brýnu ráðstefnu í París í haust árangurslausa eða árangurslitla. 

Þegar friðsamleg nýting kjarnorkunnar kom til sögunnar eftir Seinni heimsstyrjöldina vonuðu margir að þar með væri fundin endanleg lausn á orkuvanda jarðarbúa.

Svo almenn var þessi trú að hér á landi var það talin ein helsta röksemdin fyrir því að virkja sem mest af vatnsafli sem allra fyrst að elli myndum við missa af þeim möguleika, vegna þess að kjarnorkan yrði ódýrari og gerið virkjun vatnsafls úrlelta.

Í ljós hefur komið að mikilvægar staðreyndir um kjarnorkuna komu ekki fram fyrr en mörgum áratugum síðar.

Sú alvarlegasta er að ef nota ætti kjarnorku eina til að leysa orkuvanda heimsins myndu úraníubirgðir jarðar ganga til þurrðar á nokkrum áratugum.

Ofan á þetta bættust illleysanleg vandamál varðandi kjarnorkuúrgang og því meiri hætta á kjarnorkuslysum sem verin yrðu fleiri.  


mbl.is Enduropna kjarnorkuver við eldfjallaeyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Production of energy by European Union Member State by type, 2012:

Production of energy by EU Member State by type, 2012

Þorsteinn Briem, 15.8.2015 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband