Hver eru þessi ríki sem Medvedev talar um?

Medvedev forsætisráðherra Rússlands segir, að nokkur ríki sem væru í svipuðum tengslum og Íslendingar við ESB og önnur ríki refsiaðgerðannna gegn Rússum, hefðu ekki tekið þátt í þessum refsiaðgerðum. 

Ég hef hvergi séð að reynt hafi verið að finna út og upplýsa um hvaða ríki þetta eru. 

Hélt að það hlyti að vera á könnu utanríkisráðherra svo að hann hafi yfirsýn yfir alla þætti þessa máls. 

Ef ekki, væri gott að einhver fjölmiðill reyndi að kanna það. Í þessu máli hefur alla tíð verið nauðsynlegt að hafa allt uppi á borðinu þótt á það hafi skort. 


mbl.is Mikið misræmi í áhrifum refsiaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússar og Serbar hafa verið miklar vinaþjóðir en Serbía sótti um aðild að Evrópusambandinu 22. desember 2009.

Hins vegar er Serbía ekki í NATO og á Evrópska efnahagssvæðinu eins og Ísland og Noregur og því ekki hægt að segja að öll þessi ríki séu í svipuðum tengslum við Evrópusambandið.

Þorsteinn Briem, 15.8.2015 kl. 14:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn fimmtudag:

"Russia has extended its list of countries subject to a food import ban in retaliation for Western sanctions over the Ukraine crisis.

Prime Minister Dmitry Medvedev said the ban would now apply to Iceland, Liechtenstein, Albania and Montenegro.

He said Ukraine would be added in 2016 if an economic agreement between Kiev and the European Union came into force."

"Certain products from EU countries as well as Australia, Canada, Norway and the US were banned in August last year."

BBC - Russia adds countries to food import ban over sanctions

Þorsteinn Briem, 15.8.2015 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband