15.8.2015 | 19:57
Hvað ristir "samstaðan" djúpt?
Samstaða lýðræðisþjóða í ýmsum samtökum og í ýmsum málum er að sönnu mikils virði, en þegar um aðgerðir er að ræða, sem þarfnast fórna þarf að skoða, hvernig þær fórnir dreifast á þátttakendur í refsiaðgerðum.
Það hljóta að vera takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga þegar um fórnir vegna refsiaðgerða er að ræða og augljóst er að byrðunum verður mjög ójafnt dreift á milli aðildarþjóðanna.
Auk þess getur það ekki gengið til lengdar að einstakar þjóðir taki þátt í slíkum aðgerðum án þess að leggja sjálfstætt mat á réttmæti slíkra aðgerða.
Þegar refsiaðgerðir ESB, Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands voru ákveðnar, réðu stórþjóðirnar því í hvaða formi þær væru þannig að Rússar töpuðu meira en refsiaðgerðaþjóðirnar.
Þeir undanskildu allt sem kæmi þeim sjálfum verst, og til dæmis kom ekki til greina að greiða Rússum þyngsta mögulega höggið með því að hætt að kaupa af þeim gas, af því að það hefði komið svo illa við kaupendur gassins.
Krímskagamálið er sérstætt að ýmsu leyti. Ráðamenn Sovétríkjanna ákváðu einhliða árið 1954 að breyta landamærum innan sovétlýðveldanna með því að færa Krímskagann úr yfirráðum Rússa yfir í Úkraínu.
Þetta gerðu Rússar enda þótt meira en helmingur íbúanna væri rússneskir og engar athugasemdir voru gerðar við það í alþjóðasamfélaginu svo mig reki minni til.
1954 var ætlunin sennilega að þjappa þjóðum Sovétríkjanna sem best saman og lög Sovétríkjanna tryggðu í raun hernaðarleg yfirráð Rússa yfir Skaganum.
Frá Rússlandi til yfirráðasvæðis Vesturveldanna var 1200 kílómetra fjarlægð í loftlínu frá Rússlandi og sömuleiðis náði hernaðarbandalag Rússa við Austur-Evrópu þjóðir alla leið að Járntjaldinu í miðju Þýskalandi.
2014 var staðan gerbreytt. Þrátt fyrir loforð leiðtoga Vesturveldanna um að sækja ekki í austurátt eftir fall Járntjaldsins og afnám Varsjárbandalagsins færðu ESB og NATO út kvíarnar inn í Eystrasaltslöndin, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, og stóðu að uppreisn gegn stjórn Úkraínu og nýjum valdhöfum með vilja til að færa landið beint inn á áhrifasvæði ESB.
Rússar brugðust við eins og önnur stórveldi hefðu gert í svipuðum sporum og færðu Krímskagann til baka inn í Rússland með hervaldi.
Svona hegðun stórvelda af ýmsum toga æ ofan í æ er að vísu slæm en því miður algeng burtséð frá stjórnarfari.
Frá vestasta punkti norðurlandamæra Úkraínu við Hvíta-Rússland og Rússlands til austasta punkts eru næstum 3000 kílómetrar.
Að þessu leyti eru þau keimlík landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Dettur einhverjum í hug að Bandaríkjamenn létu sem ekkert væri, ef kjörnum ráðamönnum í Kanada yrði steypt í uppreisn og síðan ætlunin að landið gengi í efnahagsbandalag og jafnvel hernaðarbandalag með Kínverjum og Rússum?
Enda hafa Bandaríkjamenn oft í sögu sinni hlutast gróflega til um í málefnum ríkja í Mið- og Suður-Ameríku.
Rússar eru að vísu í mótsögn við sjálfa sig þegar þeir vilja að þjóðernisminnihluti Rússa í Austur-Úkraínu fái sjálfstæði en réttlæta um leiðað tugir prósenta íbúa Krímskagans sem eru af úkraínskum uppruna verði að sæta yfirgangi meirihlutans.
Íslendingar hafa áður neitað að taka þátt í refsiaðgerðum sem beitt var gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Afganistan og það væri því ekki nýtt að við metum stöðu okkar á alla lund rækilega í þessu nýja refsiaðgerðarmáli.
Stjórnvöld endurskoði afstöðu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
27.9.2014:
"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.
Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússlandi ógni öryggi í Evrópu.
Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.
Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."
Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York
Þorsteinn Briem, 15.8.2015 kl. 20:29
27.3.2014:
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir skiljanlegt að Úkraína vilji fá aðild að Evrópusambandinu og styður það
Þorsteinn Briem, 15.8.2015 kl. 20:30
Finnland og Svíþjóð eru ekki í Atlantshafsbandalaginu (NATO), en hafa átt samvinnu við NATO og bæði ríkin fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.
Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera bæði í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland og Lettland, sem eins og Finnland eiga landamæri að Rússlandi.
Lettland og Eistland fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO árið 2004.
Og Úkraína á landamæri að Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Rúmeníu, sem öll eru bæði í Evrópusambandinu og NATO.
Úkraína er sjálfstætt ríki sem þarf ekki að spyrja Kremlarherra að því frekar en Lettland og Eistland hvort það megi ganga í NATO og Evrópusambandið.
Þorsteinn Briem, 15.8.2015 kl. 20:32
Þjóðverjum og Japönum hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að leggja undir sig lönd þeirra.
Og það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.
Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg lífsgæði í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru mun meiri en í Austur-Evrópu.
Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg lífsgæði og íbúar Vestur-Evrópu.
Og að sjálfsögðu einnig lýðræði, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í þingkosningum.
Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því engan veginn fyrst og fremst um trúarbrögð.
Og Austur-Evrópuríkin vildu sjálf fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að auka sín lífsgæði.
Þorsteinn Briem, 15.8.2015 kl. 20:33
Rússar verða að sjálfsögðu að þola það þegar aðrar þjóðir í Evrópu vilja sjálfar vera í Evrópusambandinu og NATO.
Rússar eru núna lýðræðisþjóð og verða að virða lýðræði í öðrum ríkjum Evrópu.
Og engir fyrrverandi stjórnmálamenn í Evrópu eða annars staðar geta ráðið því hvað lýðræðisþjóðir gera í þessum efnum.
Engin þjóð í Evrópu eða öðrum heimsálfum hefur nokkurn áhuga eða hag af því að ráðast á Rússland og það vita Rússar að sjálfsögðu.
Þorsteinn Briem, 15.8.2015 kl. 20:38
Hvað með þetta
http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/1923069/
Hallo (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 20:48
Þú segir: "Rússar eru núna lýðræðisþjóð"!?
Er ekki í lagi með þig?
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 20:51
Þjóðir eiga ekki vini.
Þær eiga stundum tímabundið sameiginlega hagsmuni.
Þegar þannig stendur á, koma ráðamenn gjarnan fram og tala um "sérstaka vináttu".
En þegar hagsmunirnir fara ekki lengur saman, þá í besta falli umbera þjóðir hverja aðra. Þetta er meginröksemd þess að ganga ekki í ESB.
Við erum engir sérstakir vinir Bandaríkjanna. Um tíma þóttu Bandaríkjamenn sig hafa ákveðna hagsmuni af "nánu" sambandi við Ísland. Þeir telja sig ekki hafa þessa hagsmuni lengur. Við nutum fjárhagslegs ávinnings af þessum hagsmunum Bandaríkjamanna, og til samans voru þessir hagsmunir túlkaðir sem "vinátta" Þessi vinátta er ekki sjáanleg í dag.
Við umberum mannréttindabrot ef við höfum ríkari hagsmuni af því að gera það.
Við tiplum á tánum kringum Kínverja, þó svo að þeir hafi lagt undir sig Tíbet.
Við tiplum líka á tánum í kringum hinn íslamska heim, þó svo að þar sé nánast ekkert frelsi, samkynhneigðir réttdræpir og konur með stöðu húsdýrs.
Til marks um það, að hagsmunir ráði, eða túlkun á hagsmunum, þá voru vinstrimenn algerlega andvígir refsiaðgerðum gegn Sovétmönnum eftir innrásina í Afganistan. Vinstrimenn þögðu líka meira og minna þegar Sovét réðst inn í Tékkóslóvakíu og Ungverjaland. Vinstrimenn töldu sig vera í hagsmunabandalagi við kommúnistaríkin, og það útskýrði þögnina og viljaleysið til að refsa Sovétmönnum. Í dag telja vinstrimenn sig eiga hagsmuni sína hjá ESB, og það útskýrir andúð þeirra í garð Rússa í dag.
ESB þjóðirnar eru engar vinaþjóðir Íslands, og það eru Rússar ekki heldur.
Við erum því frjáls að túlka hvar hagsmunir okkar liggja, og hvort og hvernig við mótmælum framferði annarra þjóða.
Þjóðverjar gæta þess t.d. að vega ekki að eigin hagsmunum þegar kemur að gaskaupum af Rússum. Þjóðverjar ráða ferðinni í ESB, og þeir skipuleggja refsiaðgerðir gegn Rússum, aðgerðir sem skaða aðrar þjóðir.
Þetta er ein megin röksemdin fyrir því að ganga ekki í ESB. Stóru þjóðirnar hugsa fyrst og fremst um sína hagsmnui, og í krafti yfirburða innan ESB, tryggja þeir sig á kostnað þeirra litlu. Grikkland er besta dæmið um vináttu innan ESB, sem er ekki til þegar á reynir.
Við eigum að lýsa því yfir að Ísland taki ekki þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum, en mótmæla um leið stuðningi Rússa við aðskilnaðarsinna í austur Úkraínu.
Við getum lítið gangrýnt innlimun á Krím, þar sem Krím er sögulega rússnesktt svæði, og meirihluti íbúa er rússneskur.
Hilmar (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 21:09
Í Rússlandi eru nú þingkosningar þar sem fleiri en einn stjórnmálaflokkur er í framboði og kjósendur geta sjálfir valið hvaða flokk þeir kjósa.
Rússland er því lýðræðisríki, þar sem valdhafarnir hafa fengið umboð kjósenda til að stjórna landinu.
Hins vegar er mismunandi mikið lýðræði í lýðræðisríkjum og hægt að halda því fram að meira lýðræði sé í ríkjum þar sem almenningi gefst til að mynda kostur á þjóðaratkvæðagreiðslum um ákveðin málefni.
Þorsteinn Briem, 15.8.2015 kl. 21:20
Ísland er í NATO og á Evrópska efnahagssvæðinu og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill að Ísland segi upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.
Og með þeirri aðild er Ísland að langmestu leyti í Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 15.8.2015 kl. 21:39
Almenningur í Austur-evrópu vildi ganga til samstarfs við Vestur-evrópu, bæði vegna viðskiptahagsmuna og öryggishagsmuna. Þegar siðlaus einræðisherra hefur tekið völdin í Rússlandi er ekki að furða að fyrrum þrælar Sovétsisn leit til vestur eftir varnarsamvinnu. Vesturveldin gerðu ekki annað en að svara neyðarkalli frá fyrrum þrælum Sovétsins, sem vita sem er að í Rússlandi er kominn til valda arftaki Stalins, hættulegasti maður í heimi.
Blaður um að vesturveldin séu að seilast til valda í Austur-evrópu er algjört kjaftæði. Það þarf að stoppa þennan valdasjúka brjálæðing áður en eitthvað annað og miklu verra gerist en að ein og ein alþjóðleg farþegaflugvélar er skotnar niður. Það er miklu mikilvægara en sala á einhverjum fisktittum.
Bjarni (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 00:27
Þetta með gasið og olíu og sona sem maður sér oft fært upp í umræðu um þetta efni, m.a. hjá einum forkólfi sjávarútvegs fyrir stuttu, - að að mínu mati er þetta ekki nógu góð röksemd.
Viðskiptaþvinganir ESB og US snerust í upphafi aðallega að fjármagnsflutningum. Mundi ég segja. ESB frysti ýmsa rússneska sjóði og setti hömlur á fjármagnsflutninga rússa auk þess sem aðgerðir sneru líka að vopnakaupum og flutningum.
Rússar svöruðu þessu hinsvegar með breiðu matvælainnflutningsbanni.
ESB gat ekkert ráðið því hverjar aðgerðir rússa væru.
Þessi gas rök eru veik, að mínu mati.
Eg hafði alltaf efasemdir þegar LÍÚ með stuðningi stjórnvalda fór að beina sölu afurða svo mikið inná rússamarkað, td. með makrílinn.
Sú aðgerð LÍÚ og íslenskra stjórnvalda var einfaldlega illa ígrunduð. Var ekki hugsuð til enda.
Það hvernig Ísland hefur haldið á makrílmálinu var einfaldlega illa ígrundað og uppfullt af þjóðbelgingi.
Horft til skammtímareddinga en alls ekkert hugsað til langtíma stöðu.
Málið er einfaldlega að Ísland verður að fara að hugsa til lengri tíma. Það að vera alltaf að redda svona fyrir horn, bregðast við þessu og hinau á síðustu stundu o.s.frv. þar sem svo stórir hagsmunir eru undir, - það er einfaldlega of áhættusamt fyrir lítið land eins og Ísland.
Það sem þessi atvik hafa svo dregið fram afar skýrt er, - að Ísland þarf bandamann.
Menn fá ekki góða bandamenn ef hugmyndafræðin er að plata alla bara sitt á hvað. Ísland sem ríki verður að vera miklu miklu ábyrgara og stöðugara varðandi utanríkismál.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.8.2015 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.