19.8.2015 | 11:24
Orkuskipti - koma svo !
Séu Íslendingar á leið í hóp ríkustu þjóða heims um þessar mundir, eiga þeir ekki síður möguleika á að vera í hópi heppnust og ríkustu þjóða heims síðar á þessari öld.
Ekki er víst að hópur ríkustu þjóðanna verði hinn sami þá og nú eftir þær sviptingar sem óhjákvæmileg minnkun og þurrð á olíubirgðum heimsins eiga eftir að hafa í för með sér.
Því að við búum við þær einstæðu aðstæður að geta knúið allan samagönguflotann á sjó og landi með okkar eigin endurnýjanlegu og hreinu orkugjöfum og þess vegna er það meira virði fyrir okkur en aðra að sjá svo um með framsýni og dugnaði að orkuskiptin gangi sem best og hraðast fyrir sig hér á landi og færi okkur jafnvel tækifæri til tekna við að flytja út þekkingu og tækni á þessu sviði.
Síðasti sólarhringur hefur verið gefandi fyrir mig í verkefni sem ég hef kosið að kalla "Orkuskipti - koma svo!"
Ferðin frá Akureyri áleiðis suður á rafhjólinu Sörla sem Gísli Sigurgeirsson rafeindavirki á og hefur útbúið var að vísu erfið og tvísýn í gærmorgun í mótvindi upp Bakkaselsbrekkuna og yfir Öxnadalsheiði, hæsta fjallveginn á leiðinni, og á tímabili leit út fyrir jafnvel meiri sneypuför en þegar ég reyndi það sama á hjólinu Náttfara fyrir rúmum mánuði og varð að játa tímabundinn ósigur, sem samt varð lykillinn að lausn verkefnisins, að fara í lengstu ferð sem farin hefur verið á rafknúnu hjóli hér á landi fyrir eigin afli eingöngu án þess að skipta út rafgeymum.
Flóra hjóla- og bílaflotans er stór, allt frá Sörla til Tesla S Gísla Gíslasonar, sem setti hraðamet rafbíla um daginn á hringum. og viðfangsefnin bæði fjörlbreytt, krefjandi, nauðsýnleg og heillandi.
Nýtt skeið að renna upp með nýjum aðstæðum, eins og voru í Staðarskála nú rétt áðan þar sem ég fékk smá straum á Sörla með kjötsúpunni eins og sést á mynd, sem maður gaukaði að mér.
Tveir að taka inn orku á sama stað.
Ísland á leið í hóp þeirra ríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gangi þér vel í för þinni elsku Ómar.
Ragna Birgisdóttir, 19.8.2015 kl. 11:44
Við búum við þær einstæðu aðstæður að geta knúið allan samagönguflotann á sjó og landi meðrafmagni. Nokkuð sem nær engin önnur þjóð getur. Flestir þurfa að framleiða rafmagnið með kolum, kjarnorku, olíu, gasi o.s.frv. Við fyrstu sýn gæti það virst vera kostur og okkur í hag. En þessi sérstaða gerir það að verkum að "orkuskiptin" verða ekki yfir í rafmagn. Enginn hefur hag af því aðrir en við. Grikkir gætu eins spáð því að komandi orkuskipti verði yfir í Ouzo, Frakkar yfir í rauðvín eða Brasilíubúar í kaffi og séð fram á bjartari tíma vegna sérstöðu sinnar.
Það er ekki gott að hafa sérstöðu þegar leitað er lausna fyrir fjöldan.
Hábeinn (IP-tala skráð) 19.8.2015 kl. 12:24
Sammála Ómari. Orkuskifti eru það sem bæta mun þjóðarhag. Ímyndið ykkur að allar bílaleigur hefðu aðeins í boði rafbíla og að Landsnet byggði upp rafpóstanet um landið, þá væru erlendir ferðamenn sem leigðu sér bíl, að greiða fyrir íslenska orku með erlendum gjaldeyri.
Arnar (IP-tala skráð) 19.8.2015 kl. 12:26
Já ,það er bara sest niður á Blönduósi og bloggað milli stríða. Ég hélt að Steini myndi sjá um þetta á meðan. Gott framtak hjá þér. Þetta kemur það er alveg fullviss um. Eftir 1-2 ár verður kominn skriður á rafmagnsbílana og hjólin.
Jósef Smári Ásmundsson, 19.8.2015 kl. 13:25
Það þarf ekki að sjá um neitt fyrir karlinn, bloggar nokkrum sinnum á dag jafnt í "fríum" í útlöndum sem ríðandi rafhestum.
En sjálfsagt að koma öllu þessu rugli á framfæri úti um allar heimsins koppagrundir á Facebook.
Þorsteinn Briem, 19.8.2015 kl. 14:21
"En sjálfsagt að koma öllu þessu rugli á framfæri úti um allar heimsins koppagrundir á Facebook." Bíddu, hvað ertu að meina Steini ?
Jósef Smári Ásmundsson, 19.8.2015 kl. 14:57
Er í símaskránni ef þú hefur svona mikinn áhuga á að spjalla við undirritaðan, Jósef Smári Ásmundsson.
Þorsteinn Briem, 19.8.2015 kl. 16:10
Jósef Smári Ásmundsson, 19.8.2015 kl. 16:57
Mér skildist að "statusinn" væri m. a. ætlaður til að segja frá því sem væri að gerast hjá venjulegu fólki. Ef það, sem fólk er að gera eða fást við, má ekki birtast af því að það "fari út um allar heimsins koppagrundir er líklegast best að drífa í því að loka þessum facebook síðunm með "öllu þessu rugli" sem þar er að finna.
En ég ætla ekki að loka minni og veit satt að segja ekki hvers vegna "ruglið" þar ætti að fljúga út um allar heimsins koppagrundir þar sem fólk skilur ekki íslensku.
Ómar Ragnarsson, 19.8.2015 kl. 17:00
Síðan er rétt að taka fram að Staðarskáli er ekki á Blönduósi.
Ómar Ragnarsson, 19.8.2015 kl. 17:01
Ef við endurnýjum bílaflotann með 15.000 nýjum bílum á ári, þá kostar það um 13 miljarða af gjaldeyri ef allir keyptu ódýrasta smábílinn, Chevy Spark.
Ef allir keyptu ódýrasta rafmagnsbílinn, Mitsubishi i-MiEv, myndi það kosta um 35 miljarða af gjaldeyri.
Sem sagt, strax á fyrsta ári myndum við sóa 22 miljörðum af gjaldeyri.
Þegar rafbílavæðingu væri lokið, hefðum við eytt 330 miljörðum af gjaldeyri með rafbílakaupum. Til samanburðar, þá eyðum við árlega um 10 miljörðum í kaup á bensíni og olíum.
En þetta er bara einn þriðji af sögunni. Annar þriðjungur er, að það þarf að byggja upp hleðslukerfi, og það kostar ótalda miljarða, bæði af skattfé og gjaldeyri.
Og síðasti þriðjungurinn er sá, að í dag eru engir tollar, vörugjöld eða virðisaukaskattur af rafbílum. Samt eru þeir ekki samkeppnishæfir við bensín/dísilbíla. Mjög hátt verð gerir það að verkum, að lágur rekstrarkostnaður er fjarri því að mæta háu kaupverði og afskriftum, og því langt frá því að vera hagstæður almenningi.
Og þá bætist við sú staðreynd, að ríkið hefur engar tekjur af rafbílum, en umtalsverðar af bensín/dísilbílum, vörugjöldum af bílum og olíu, og svo virðisaukaskatti.
Og það færir okkur að þeirri spurningu, hvaðan tökum við skattfé fyrir rekstur á samgöngukerfinu? Úr heilbrigðiskerfinu? Hækkun skatta?
"Rafbílavæðing" er hörmulegur útópískur draumur skammsýns fólks, enn verri en loðdýrið og laxeldið, sem kostaði okkur ótalda miljarða.
Hilmar (IP-tala skráð) 19.8.2015 kl. 17:03
Nei. ég var nú eitthvað aðeins á eftir. Fannst þú vera á Blönduósi en það var nú í gær eða fyrradag.
Jósef Smári Ásmundsson, 19.8.2015 kl. 17:27
Þú gerir greinilega ekki ráð fyrir neinum framförum hjá rafbílunum næstu árin Hilmar. Horfðu aðeins til framtiðar. Ég held að það geri sér allir grein fyrir að það borgar sig ekki að skipta út bensínbílnum fyrir rafmagnsbíla í dag. En það er ekki langt í það að það verði álitlegur kostur.
Jósef Smári Ásmundsson, 19.8.2015 kl. 17:33
Undirritaður hefur komið þessu bloggi Ómars Ragnarssonar og fleiri manna hér á Moggablogginu á framfæri í mörg ár á Facebook, eins og hér hefur komið fram nokkrum sinnum.
Engin ástæða fyrir menn sem hafa haft atvinnu af því í áratugi að gera grín að öðru fólki að skilja skens sem einhvers konar illvilja í þeirra garð.
Enginn hefur varið Ómar Ragnarsson meira en undirritaður.
Þorsteinn Briem, 19.8.2015 kl. 17:44
"menn sem hafa haft atvinnu af því í áratugi að gera grín að öðru fólki að skilja skens sem einhvers konar illvilja í þeirra garð." Á svolítið erfitt með að skilja hvað þú ert að tala um eða hvaða menn. Er þetta ætlað Ómari? Ég skil þetta heldur ekki sem eitthvað skens. En frá minni hendi var nú bara um einfalda gamansemi að ræða. Það var um engan illvilja í þinn garð að ræða. Ef ég hefði vitað að þú værir svona hörundsár þá hefði ég nú látið þetta vera og rétt þá að biðja þig afsökunar. Eru menn annars ekki bara að skiptast á skoðunum á þessari síðu en ekki standa í ílldeilum?
Jósef Smári Ásmundsson, 19.8.2015 kl. 18:05
"En sjálfsagt að koma öllu þessu rugli á framfæri úti um allar heimsins koppagrundir á Facebook."
Þetta svar var skens um að undirritaður kæmi bloggi Ómars Ragnarssonar á framfæri á Facebook-síðu, þar sem fimm þúsund manns í nær öllum heimsins ríkjum geta séð það.
Það var nú ekki flóknara en það.
Enn eitt Lúkasarmálið greinilega í uppsiglingu.
Þorsteinn Briem, 19.8.2015 kl. 18:36
Jósef Smári...Þú verður að átta þig á að þú ert að skakst á við fábjána..Mann sem rífur allt niður og segir aldrei glaðlega eða uppbyggilega hluti. - Meira að segja slær hann Ómar utanundir, mann sem sem haldið subbuskrifum hans inni am einskærri góðvild. - Maðurinn er bara lasinn, Jósef. - Taktu hann og sóðaskrif hans ekki nærri þér. - hann sér um að niðurlægja sig sjálfur, blessaður áninn.
Már Elíson, 19.8.2015 kl. 19:34
Þú ert greinilega að tala hér um sjálfan þig, Már Elíson.
Þorsteinn Briem, 19.8.2015 kl. 19:44
Frábært að vekja athygli á að hægt sé að nota rafmagn á reiðhjólum til langferða. Og gott úthald að sitja kjur svona lengi á léttu bífhjólinu ! ( Sem það er samkvæmt lögum)
Fyri flestum væri sennilega praktískara að nota venulegt rafmagsreiðhjól, stíga með og taka eina aukarafhlöðu með til skiptanna.
Hvað varðar að rafmagnsvæða bilaflotann, þá er það ekki svo sniðug hugmynd sett fram sem LAUSNIN, gefið að við þurfum að draga all-verulega úr sóunina hér í hinum iðnvædda heimi. Lausnin er miklu, miklu fremur rútur, strætó og blöndu af strætó/rútu og leiguibíl sem gjarnan mega aka á rafmagni eða metani eða lífdísli. Og svo stóraukin hlutdeild göngu og hjólreiða (að hluta með rafmagnsaðstoð) í daglegum ferðum sérstaklega í þéttbýli. Bætt skipulag byggða þarf einnig að koma til, endurnýting og viðgerðir og að borða mun minna kjöt.
Svona miðað við bestu þekkingu á núverandi stundu...
Morten Lange, 20.8.2015 kl. 00:11
Úr frábærri grein í The Rolling Stone :
"As you might expect, having tickets to the front row of a global environmental catastrophe is taking an increasingly emotional toll on scientists, and in some cases pushing them toward advocacy. Of the two dozen or so scientists I interviewed for this piece, virtually all drifted into apocalyptic language at some point.
Read more: http://www.rollingstone.com/politics/news/the-point-of-no-return-climate-change-nightmares-are-already-here-20150805#ixzz3jJGPCd2G
"
Morten Lange, 20.8.2015 kl. 00:17
Morten, hárrétt hjá þér að meiri notkun á almenningssamgöngum sé líklegra til að skila meiru en útskipting á öllum bílaflotanum í rafmagn. Sjálfur á ég ekki bíl og það virkar vel fyrir mig.
En það er markmið sem hægt er að vinna að samhliða útskiptingu í rafmagnsbíla. Það munu alltaf vera einhverjir einkabílar, sumir þurfa oft að ferja mikið dót, aðrir þurfa kannski að fara langar vegalengdir með stuttum fyrirvara og utan álagstíma út af vinnu o.s.frv. Það væri ótvíræður kostur til lengri tíma að skipta út þessum bílum fyrir rafmagnsbíla til þess að losa okkur undan því að þurfa að flytja inn svona mikið af olíu, og til þess að geta nýtt eitthvað af þeirri orku sem virðist alltaf vera til þegar stóriðjufyrirtæki vilja kaupa hana á undirverði.
Ég er nokkuð viss um að það að nota orkuna til að hlaða bílaflota landsmanna mun skila meiri tekjum í ríkiskassann heldur en að selja rafmagnið ódýrt gegnum sæstreng til Bretlands og kaupa svo olíu á uppsprengdu verði fyrir það sem fæst inn.
Davíð (IP-tala skráð) 20.8.2015 kl. 10:21
Hvort við kaupum olíu eða rafgeyma fyrir gjaldeyrinn skiptir litlu máli, niðurstaðan er mjög svipuð. Rafgeymakotnaðurinn er mjög svipaður og olía væri notuð. Að láta 20 ára byrgðir af olíu vera innifaldar í verði bílsins við innflutning setur bílinn í sama kostnaðarverð í gjaldeyri og rafmagnsbíll. Þá væri hægt að velja hvort maður vilji aka á rafmagnsbíl eða "fríu" bensíni fyrir sama stofnverð.
En við fáum gjaldeyri fyrir það rafmagn sem útlendingar nota en engan fyrir það sem við notum. Þannig að rafvæðingin mundi orsaka minni gjaldeyristekjur og þar að auki umtalsvert lægri skatttekjur ríkissjóðs. Rafvæðingin gengur því ekki upp nema við séum tilbúin til að greiða hærri skatta og/eða draga úr þjónustu. Fjárhagslegur ávinningur fyrir þjóðarbúið er enginn, dæmið sýnir tap. Sú er staðan í dag og ekki fyrirsjáanlegar neinar breytingar á því á næstunni.
Hábeinn (IP-tala skráð) 20.8.2015 kl. 11:44
Hábeinn,
Olía er takmörkuð auðlind. Rafgeyma er hægt að framleiða úr mörgum efnasamböndum, þar á meðal efnum sem nóg er af. Einnig þróast rafgeymarnir, en við höfum verið föst í ca 20% nýtni af sprengihreyflum lengi og lítið breytist þar (og ekki breytir það því að olía er ekki endurnýjanleg auðlind). Það liggur fyrir að olíuverð mun til langs tíma hækka, og því er skynsamlegt að bregðast við því núna.
Davíð (IP-tala skráð) 20.8.2015 kl. 13:10
Olíu er hægt að framleiða úr mörgu, þar á meðal efnum sem nóg er af. Það er til dæmis hægt að aka um á lýsi úr fiski, repjuolíu og matarolíu. Og það þarf ekki að vera olía, alkohol er auðvelt í framleiðslu og má gera úr ýmsu. Megnið af því sorpi sem frá okkur kemur er hægt að breyta í orkugjafa, fljótandi eða gas. Það er eginlega ekkert sem mælir með því að skiptingin úr olíu sem borað er eftir verði yfir í rafmagn. Ekkert sem segir að sprengi og brunahreifillinn verði ekk áfram ráðandi eftir að olíulindirnar tæmast.
Hábeinn (IP-tala skráð) 20.8.2015 kl. 17:04
Hábeinn,
Satt er það. En þá þurfum við líka að fórna ræktunarlandi undir það. Þar sem það er þegar skortur á ræktunarlandi í heiminum til matarframleiðslu væri það galið.
Margir hafa bent á að sumar af þeim plöntum sem hægt er að rækta fyrir eldsneyti geti vaxið í lélegum jarðvegi. Hinsvegar tel ég líkurnar á því að markaðurinn sætti sig við að rækta eldsneyti við slíkar aðstæður um það bil 0, þannig að það mun myndast samkeppni um góða ræktunarlandið.
Það að nýta úrgang til orkuframleiðslu er vissulega sniðugt, en það mun ekki knýja allan bílaflota Íslendinga og er því bara lítill hluti af lausninni.
Davíð (IP-tala skráð) 21.8.2015 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.