Fólk sem ekki mátti nefna.

Hvað skyldi vera mörg ár síðan enginn vissi að svonefnt transfólk væri til? Að minnsta kosti var aldrei minnst á þetta orð svo að ég muni.  

Að minnsta kosti vissi ég ekki um þetta fólk fyrr en það kom til álita í upptalningu hópa í mannréttindakafla nýrrar stjórnarskrár. 

Þá kom í ljós við samtöl við það að þetta var fjölmennari hópur en mann óraði fyrir og að kjör þess og staða væri oft átakanleg. 

Ein kona tengd frænda mínum, sem lést fyrir allmörgum árum kvaðst óttast það mest að í aðdraganda dauða hennar yrði hún fangi í eigin líkama eins og hún orðaði það. 

Því miður þurfti hún að þola það síðustu árin. 

Það transfólk, sem ég talaði nefndi stundum þetta. Það er hörð kjör fyrir fólk, sem er hæfileikafólk og góðar manneskjur.  

 


mbl.is Fyrsta transmanneskjan í Hvíta húsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 19.8.2015 kl. 22:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 19.8.2015 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband