30.8.2015 | 22:13
Að hengja bakara fyrir smið.
Með gagnrýni á flugfélag fyrir að auglýsa verslunarferðir til útlanda er verið að hengja bakara fyrir smið, því að ef allt væri með felldu, væri útilokað að auglýsa á þennan hátt vegna ferðakostnaðarins.
Ástæðan fyrir því að þetta er samt gert er ekki flugfélaginu að kenna heldur þeim sem sjá til þess að ýmsar vörur séu allt að tvöfalt ódýrari erlendis en hér á landi.
Ástæðan fyrir því hlýtur að vera tollafyrirkomulagið og álagningin, nema hvort tveggja sé.
Fyrir þá, sem hafa efni á því að fara svona ferðir, virkar auglýsingin um verslunarferðir sem afsláttur af flugfargjöldum.
Eftir sem áður eru til dæmis tvöfalt dýrari barnaföt hér heima en erlendis þungur baggi fyrir barnafjölskyldur, sem ekki hafa efni á að fara í utanlandsferðir til að nýta sér hagstætt verð á þeim.
Fólk verslar í auknum mæli í útlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 22:25
"Ástæðan fyrir því hlýtur að vera tollafyrirkomulagið og álagningin, nema hvort tveggja sé."
Reikni nú hver fyrir sig. Algengt er að sjá útsölur þar sem boðinn er 50-70% afsláttur. Hver þarf álagningin að vera á upphafsverðið til að ná því að selja vöruna á kostnaðarverði? (Með tollum og alles?)
Svo rosaleg - að allir sem geta kjósa með flugvélarvængjum. Langt, langt í burtu frá íslenskri kaupmannsgræðgi.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 00:19
Tvöfalt ódýrara ??? á þetta ekki að vera helmingi ódýrara ...:)
HG (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 10:49
Rétt ábending, Helgi, um orðaval í hugsunarleysi. Verður leiðrétt.
Ómar Ragnarsson, 31.8.2015 kl. 18:36
Æ, of fljótur á mér, - ábendingin er því miður röng þegar betur er að gætt, - ég segi: "...tvöfalt dýrari barnaföt hér heima,# - ekki tvöfalt ódýrari. Ástæðulaust að breyta neinu.
Ómar Ragnarsson, 31.8.2015 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.