4.9.2015 | 20:24
Víetnam, Íran, Afganistan tvisvar, Írak tvisvar, Sýrland núna.
Risaveldin, Sovétríkin og Bandaríkin, eða eigum við að segja Rússar og Kanar, eiga að baki furðu langan og samfelldan feril kolrangs mats á aðstæðum í fjarlægum löndum.
Á sjöunda áratugnum mátu Bandaríkjamenn þjóðfrelsisbaráttu Víetnama út frá níðþröngum Kaldastríðssjónarmiðum og héldu að yfirburða bandarísk hernaðartækni myndi skipta sköpum.
"Dómínukenningin" svonefnda gekk ekki eftir, því að sjónarmið Víetnama voru byggð á allt öðrum grunni en sú skipting í hvítt-svart, kommúnismi-vestrænt lýðræði, sem risaveldin stilltu upp. Undir lok Víetnamstríðsins brutust út hernaðarátök milli Víetnama og Kínverja, sem hvorir tveggja voru með kommúniska stjórn.
Árið 1979, gerðu bæði ríkin, Bandaríkin og Sovétríkin, mikil mistök. Bandaríkjamenn héldu að Resa Palevi Íranskeisari, væri framtíðarleiðtogi í Miðausturlöndum og frábær fyrirmynd.
Þetta var hroðalegur misskilningur. Palevi var orðinn gerspilltur og kominn með mikilmennskubrjálæði vegna mikilla auðlinda landsins og það var aðeins spurning um hvenær honum yrði steypt.
Rússar réðust inn í Afganistan 1979 til að hrekja öfga íslamista frá völdum, sem höfðu steypt stjórn, sem var hliðholl Rússum.
Þetta reyndist svo afdrifaríkt vanmat á aðstæðum, að þessi misheppnaða herferð var ein af nöglunum í líkkistu Sovétríkjanna.
Bandaríkjamenn studdu Talibana með ráðum og dáð og horfðu á málið frá níðþröngu sjónarhorni Kalda stríðsins.
Kanarnir höfðu ekkert upp úr þessu nema að sá fræjum haturs í landinu, sem síðar leiddi af sér jarðveg fyrir árásina á Tvíburaturnana.
Í stríði Írana og Íraka studdu Bandaríkjamenn Saddam Hussein og það fór á svipaða lund og varðandi stuðning þeirra við Talibana í Afganistan, að skepnurnar snerust gegn skapara sínum.
Bush eldri Bandaríkjaforseti fór að ráðum góðra ráðgjafa og hætti Flóastríðinu áður en til þess kæmi að að hertaka Bagdad og steypa Saddam Hussein.
Bush yngri hélt að hann yrði föðurbetrungur með því að ráðast á landið á fölskum forsendum og hafði ekkert upp úr því nema mannfall upp á mörg hundruð þúsund manns og grunninn að því ástandi sem nú ríkir í stórum hluta landsins, sem er á valdi Ríki Íslams.
Rússar hafa alla tíð stutt Assad einvald og harðstjóra í Sýrlandi, og hefur afar kalt mat ráðið því, sem sé það, að þótt Assad sé slæmur, sé þó nokkurn vegið vitað hvar menn hafa hann, en öðru máli gegni um byltingaröfl, sem enginn viti fyrirfram hvað muni leiða af sér.
Nú sést, að þær vonir Bandaríkjamanna og Vesturlandabúa, að "Arabíska vorið" sprytti fram hjá fjöldahreyfingu Araba, sem aðhylltust vestræna stjórnarhætti, voru algerar tálvonir.
Þvert á móti varð þetta ástandi gróðrastía hinna örgustu öfgaafla.
Afleiðingar þessa ranga mats og þess hugsunarháttar að setja eingöngu vestræna mælikvarða á öll átök í fjarlægum heimshlutum með allt aðar sögu og menningu en hjá Vesturlandabúum, blasa nú við í allri sinni nekt.
Pútín sá vandann fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi lesa alþingismenn,að tolu þetta blogg,og komi því áleiðis til Nató og ESB.
Sigurgeir Jónsson, 4.9.2015 kl. 20:49
allir 63 að tölu.
Sigurgeir Jónsson, 4.9.2015 kl. 20:50
Lýðræði er sem sagt bara fyrir suma.
Og í góðu lagi að leggja undir sig landsvæði annars ríkis í Evrópu.
Til hvers var barist í Seinni heimsstyrjöldinni og fyrir hvaða hugsjónir létu milljónir manna þar líf sitt?!
Þorsteinn Briem, 4.9.2015 kl. 21:04
Dæmin verða að ganga upp, Steini, en ekki að snúast í andhverfu sína.
Bandaríkjamenn stóðu sjálfir að því að steypa Ngo Diem Diem, skjólstæðingi sínum í Suður-Víetnam, sem átti að verða leiðtogi fyrir lýðræðisöfl í í Asíu.
Létu milljónir manna líf sitt í Heimsstyrjöldinni til þess að styðja Talíbana til valda í Afganistan eins og Bandaríkjamenn gerðu í stríðinu 1979-85?
Eða til þess að koma á ástandi fyrir Miðausturlöndum þar sem verstu glæpaöfl hafa lagt undir sig stórt landsvæði til að fremja þar hin örgustu hryðjuverk og eyðileggingu á menningarminjum?
Ómar Ragnarsson, 4.9.2015 kl. 22:17
**Á sjöunda áratugnum mátu Bandaríkjamenn þjóðfrelsisbaráttu Víetnama út frá níðþröngum Kaldastríðssjónarmiðum og héldu að yfirburða bandarísk hernaðartækni myndi skipta sköpum.
John F. Kennedy tók við stríði þarna sem hafði verið startað af Frökkum, í einhverju geðveikisflippi, sennilega. Svo fór allt í klúður og kaós, svona eins og ég myndi ýminda mér að gerðist ef þessu hefði verið höndlað af Íslenska Ríkinu.
**Bandaríkjamenn héldu að Resa Palevi Íranskeisari, væri framtíðarleiðtogi í Miðausturlöndum og frábær fyrirmynd.
Þetta var hroðalegur misskilningur. Palevi var orðinn gerspilltur og kominn með mikilmennskubrjálæði vegna mikilla auðlinda landsins og það var aðeins spurning um hvenær honum yrði steypt.
Hann var að reyna að breyta Íran eins og Mustafa Kemal hafði breytt Tyrklandi. Hratt. Hraðar breytingar fara illa í fólk. Og hann var spilltur alla leið og meira til... og kananum var kennt um allt saman. Réttilega og ranglega. Í einhverjum hlutföllum.
**Bandaríkjamenn studdu Talibana með ráðum og dáð og horfðu á málið frá níðþröngu sjónarhorni Kalda stríðsins.
Kanarnir höfðu ekkert upp úr þessu nema að sá fræjum haturs í landinu, sem síðar leiddi af sér jarðveg fyrir árásina á Tvíburaturnana.
Það var vegna hersetu í Kúveit og Sádí Arabíu, sem Bin Laden þoldi ekki. Hafði ekkert með Afganistan að gera.
**Í stríði Írana og Íraka studdu Bandaríkjamenn Saddam Hussein og það fór á svipaða lund og varðandi stuðning þeirra við Talibana í Afganistan, að skepnurnar snerust gegn skapara sínum.
Hann gerði bara innrás í Kúveit. Mér er ekki fulljóst af hverju hann mátti það ekki. Pólitík...
**Bush yngri hélt að hann yrði föðurbetrungur með því að ráðast á landið á fölskum forsendum...
Fyrra stríðið líktist engu meir en vopnatesti. Seinna stríðið var það sama, sennilegast, nema nú þurfa þeir að halda út þeirri blekkingu að þeir séu eitthvað að láta gott af sér leiða. Bara vopnatest.
**...og hafði ekkert upp úr því nema mannfall upp á mörg hundruð þúsund manns og grunninn að því ástandi sem nú ríkir í stórum hluta landsins, sem er á valdi Ríki Íslams.
Það eru nú meiri hallæris skotmörkin fyrir vopnatest 3. Ekki eldflauganna virði einu sinni. Saddam hafði þó dýrt stöff til að sprengja í loft upp.
**Rússar hafa alla tíð stutt Assad einvald og harðstjóra í Sýrlandi,
Og ekki mátti láta hann í friði. Frakkar komu honum til valda, (ekki honum per se, heldur Alavítunum, sem voru og eru *minnihlutahópur*) af illsku... og strategískum ástæðum. En það var fyrir daga risaeðlanna.
Já. Allt nýlenduveldunum að kenna.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.9.2015 kl. 22:23
Í dag:
Rússar sagðir berjast í Sýrlandi
Þorsteinn Briem, 4.9.2015 kl. 23:10
"Meðal annars hefur ríkissjónvarp Sýrlands birt myndir af rússneskum hermönnum við Latakia í Sýrlandi sem og vopnabúnaði Rússa.
Þar á meðal birtust myndir af brynvörðum skriðdreka sem Rússar tóku fyrst í notkun í fyrra."
Þorsteinn Briem, 4.9.2015 kl. 23:13
"Samkvæmt AFP fréttaveitunni segir talsmaður Barack Obama að verið sé að fylgjast með framvindu mála."
"Ónafngreindur embættismaður staðfesti í samtali við fréttaveituna að Rússar hefðu farið fram á herflug yfir Sýrlandi en tilgangur þessi lægi ekki fyrir.
Hvíta húsið segir þó að því yrði tekið fagnandi ef Rússar gengju til liðs við bandalagið sem berst gegn ISIS í Sýrlandi og Írak."
Þorsteinn Briem, 4.9.2015 kl. 23:19
Hver var staðan í Evrópu eftir Seinni heimsstyrjöldina?!
Öll ríki í austurhluta Evrópu kommúnistaríki, vestur að Vestur-Þýskalandi og Austurríki, þar með talin öll ríkin á Balkanskaga fyrir utan Grikkland, en Spánn og Portúgal fasistaríki.
Sem sagt, langstærsti hluti Evrópu einræðisríki eftir Seinni heimsstyrjöldina.
Og þýskar borgir í rústum eftir loftárásir Bandamanna.
"After liberation, Greece experienced a bitter civil war between communist and anticommunist forces, which led to economic devastation and severe social tensions between rightists and largely communist leftists for the next thirty years."
"After World War II Spain was politically and economically isolated, and was kept out of the United Nations.
This changed in 1955, during the Cold War period, when it became strategically important for the U.S. to establish a military presence on the Iberian peninsula."
Þorsteinn Briem, 4.9.2015 kl. 23:28
Svoldið mikið af tilviljunum, óheppni og óhæfum stjórnendum í þessari sögu þinni. Gæti verið að málið sé einfaldara? Að tilgangurinn hafi aldrei verið að færa þessum þjóðum frelsi og velsæld, eða USA sigur, heldur sé elítan að senda syni venjulega fólksins til að deyja í stríðum sem gagnast fámennum baktjaldahópum en setja allt á hvolf fyrir okkur hin?
GULLV (IP-tala skráð) 4.9.2015 kl. 23:32
Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg lífsgæði í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru mun meiri en í Austur-Evrópu.
Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg lífsgæði og íbúar Vestur-Evrópu.
Og að sjálfsögðu einnig lýðræði, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í þingkosningum.
Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því engan veginn fyrst og fremst um trúarbrögð.
Og Austur-Evrópuríkin vildu sjálf fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að auka sín lífsgæði.
Þorsteinn Briem, 4.9.2015 kl. 23:32
18.8.2012:
"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."
"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.
During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."
Ukraine-European Union relations
Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. júlí 2013 og Serbía sótti um aðild að sambandinu 22. desember 2009.
Þorsteinn Briem, 4.9.2015 kl. 23:36
Það vill gleymast að Bandaríkin styðja Herforingjastjórnina í Egiptalandi með vopnum (enda verður að vernda gasið frá Egiptalandi til Ísraels sem er á gjafverði) og standa dyggilega á bak við uppreisn Sýrlendinga með peningum og vopnum frá upphafi og innrás Nato í Libyu (Vernda ódýrustu olíulindir BP) sem hefur orði að flóttamannavandamáli Evrópu.
Guðmundur Björgvinsson (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 00:20
"Árið 1979, gerðu bæði ríkin, Bandaríkin og Sovétríkin, mikil mistök."
..................................
Svar: Ómar, Kanarnir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. AQ var stofnað í Afganistan með stuðningi BNA áður en Rússar réðust á landið, til þess að lokka Rússana til Afganistan.
Ráðgjafi Carters sagði í viðtali 1998 eftirfarandi:
"...According to the official version of history, CIA aid to the Mujahadeen began during 1980, that is to say, after the Soviet army invaded Afghanistan, 24 Dec 1979. But the reality, secretly guarded until now, is completely otherwise Indeed, it was July 3, 1979 that President Carter signed the first directive for secret aid to the opponents of the pro-Soviet regime in Kabul. And that very day, I wrote a note to the president in which I explained to him that in my opinion this aid was going to induce a Soviet military intervention...
Q: .... You don't regret anything today?
B: Regret what? That secret operation was an excellent idea. It had the effect of drawing the Russians into the Afghan trap and you want me to regret it?"
http://www.globalresearch.ca/articles/BRZ110A.html
Símon (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 00:33
Eins og svo oft áður
Vel mælt Ómar
Málið er................
Því miður
Þá er mannnskepnan helv.... skepna
Og stórveldin eru ekki vinir neinna nema sinna eigin hagsmuna.
Endalaus anskotans sríð alstaðar
Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 10:07
Séra Sigvaldi lagði til á safnaðarfundi að sjálfboðaliðar stæðu vörð um arfann við menntaskólann. Einnig að bannað verði að ganga á gúrkum í gróðurhúsi hreppsins. Báðar tillögur voru felldar með 51% atkvæða.
"Vitanlega var ég að djóka!" sagði þá klerkur og hló hrossahlátri, svo glitti í tóbaksbrúnar tennurnar, þær sem enn tolla....
Úr Hrepparígi, ársfjórungsriti. aukablaði, fyrst með fimmaurabrandarana....
Klerkur í klípu (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.