Tveimur sérstæðustu vötnum Íslands ógnað.

Þingvallavatn og vatnasvið þess eiga enga hliðstæðu í heiminum, ekki aðeins varðandi jarðfræðilegt gildi, heldur jafnvel enn frekar hvað varðar tærleika og ósnortna náttúru. 

Sótt hefur verið að þessu jafnt og þétt undanfarna áratugi, allt frá því er Alþingi hóf að úthluta sumarbústaðalóðum þar fyrir hálfri öld til þess að auka svo umferð á alla lund og setja niður stóra gufuaflsvirkjun við suðurendanna, sem þar að auki felur í sér rányrkju, að þessum gimsteini á heimsvísu er ógnað. 

Í stað þess að stytta leiðina milli Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu fyrir sunnan vatnið var það gert við norðausturenda þess þannig að nítur frá útblæstri berst í vatnið samkvæmt rannsóknum Péturs Jónassonar. 

Og arsen hefur fundist í sunnanverðu vatninu, enda rennur affall frá Nesjavallavirkjun í átt að því. 

Mývatn, annað tveggja sérstæðustu vatna Íslands, er enn meira ógnað en Þingvallavatni. 

Hafið var kísilgúrnám í vatninu fyrir um 40 árum og sett niður Kísilverksmiðja skammt austan við austurbakkann. Hverju sem um var að kenna fór lífrikinu að hraka í hrinum, og hefur aldrei verið verr á sig komið en í sumar. 

Þegar Íslendingar viðruðu þá hugmynd að setja Mývatn á Heimsminjaskrá UNESCO fyrir um 20 árum var sú hugmynd að sjálfsögðu hlegin út af borðinu. 

En þetta er ekki nóg. Sívaxandii byggð og umferð við vatnið felur í sér vaxandi mengun og það er staðfastur vilji að fyrir árið 2025 verði reist 90 megavatta gufuaflsvirkjun í Bjarnarflagi, aðeins örfáa kílómetra frá austurbakka vatnsins. 

Hún verður talin nauðsynleg vegna þeirrar yfirlýsingar forstjóra Landsvirkjunar, að það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær verður lagður sæstrengur til Skotlands, og að þess vegna verði brýn nauðsyn á að tvöfalda rafmagnsframleiðslu Íslands fyrir 2025. 

 


mbl.is Silfra nálgast öryggismörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband