6.9.2015 | 12:52
Gamla Kaldastríðsmódelið í fullu gildi.
Í sextíu ár hefur ákveðið Kaldastríðsmódel verið í gildi í Miðausturlöndum. Í stríðum Arabaríkjanna við Ísraelsmenn 1956 og 1967 notuðu Ísraelsmenn franskar herþotur og í Yom Kippur stríðinu 1973 og átökum æ síðan, hafa Bandaríkjamenn sent Ísraelsmönnum herþotur og önnur hergögn.
Þeir hafa veitt Sádi-Aröbum og fleiri mikilvægum olíuríkjum hæfilega hernaðaraðstoð, en allan tímann hafa Sýrlendingar verið á lista helstu og tryggstu stuðningsmanna Sovétríkjanna, "heimsveldis hins illa" eins og Reagan kallaði þau, og síðar Rússa.
Arabaríkin hafa í sextíu ár fengið herþotur og herbúnað frá Sovétríkjunum og Rússar hafa stutt ráðamenn í Sýrlandi allan þennan tíma.
Þegar "Arabíska vorið" hófst 2010 og breiddist út til Sýrlands, var gömlu risaveldunum um megn að breyta um hegðun. Bandaríkjamenn studdu uppreisnarmenn, að vísu með hangandi hendi, því að sumir ráðgjafar Obama vöruðu við því, að íslamískir öfgatrúarmenn myndu hagnast mest á því.
Rússar hafa verið staðfastir eins og ævinlega í stuðningi við Assad, þrátt fyrir harkalega einræðisstjórn hans og Alavi minnihlutans í landinu, því að hvort tveggja er, að þeir sjá ekki fyrir sér skárri kost og er einnig um megn að stíga út úr gamla Kaldastríðsmódelinu.
Á bakvið við þetta fastmúraða hernaðarástand er síðan hergagnaiðnaðurinn vestan hafs og austan sem græðir því meira, sem hernaðurinn er stöðugri og meiri.
Þannig hefur það verið allar götur síðan Eisenhower Bandaríkjaforseti lýsti því sem alvarlegri ógn, hvað hergagnaiðnaður Bandaríkjanna hefði orðið mikil tök á stjórnmálum þar í landi.
Óttast aðkomu Rússa í Sýrlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Arabíska vorið hafði ekkert með kalda stríðið að gera.
Átökin í Sýrlandi, Írak og Jemen eru í raun ákaflega eðlilegt framhald af heimskulegri skiptingu Arabíuskagans með reglustriku, fyrir tæpum 100 árum, án tillits til demógrafíu svæðisins. Þessi átök hefðu komið upp, burtséð frá aðkomu Bandaríkjamanna og Sovétmanna á sínum tíma, og innrásinni í Írak 2003. Það er öllum ljóst, sem skoða atburði á svæðinu síðustu áratugi, reglulegum borgarastyrjöldum í Jemen, með aðkomu Egypta, Sáda og Írana, borgarastríði í Líbanon, stríðsins milli Írak og Íran, auk reglulegra árása á Kúrda.
Eina arabaríkið sem hefur keypt sovésk/rússnesk vopn síðustu þrjá áratugi, er Sýrland. Sýrland er síðasti stóri vopnakaupandinn við Miðjðararhaf og á arabíuskaganum, að undanskyldu Alsír.
Rússar hafa í sjálfu sér engu hlutverki að gegna við Miðjarðarhaf og á Arabíuskaganum, að undanskyldum stuðningi við síðasta vopnakaupandann, og til verndar flotastöð sinni í Tartus. Þeir sem standa að baki átökunum, eru Íranir og Sádar, hæfilega blandað við hefðbundnar átakalínur milli kynþátta og trúarhópa. Þessi átök, með beinni og óbeinni aðkomu Írana og Sáda, ná yfir Írak, Sýrland og Jemen. Þetta eru átök á milli súnní og shía, og eru kalda stríðinu óviðkomandi, þó svo að gerendur hafi á sínum tíma hallað sér á sitthvort heimsveldið í leit að stuðningi.
Það sem hélt þessum átökum niðri á sínum tíma, var sameiginlegur óvinur í Ísrael, og einbeittur vilji til að afmá landið, og afar sterk ítök Sovétmanna.
Ísrael sem sameiginlegur óvinur er ekki lengur til, og það að hluta til jarðvegurinn sem skapar átökin í dag.
Hvellhettan sem kveikir í púðrinu, er frelsisþrá, sem braust út í vorinu.
Því hefur hinsvegar verið verið rænt af einræðisríkjunum Íran og Sádí Arabíu, og einstökum öfgahópum eins og Isis, sem ætla sér að klifra eftir bakinu á því til valda.
En í grunninn má rekja ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs til þeirrar staðreyndar, að íslam leyfir engar málamiðlanir. Trúin er dæmd til þess að heyja heilagt stríð, og útrýma samkeppni.
Hilmar (IP-tala skráð) 6.9.2015 kl. 15:08
Nú berast fregnir af því að rúsneskir hermenn eru komnir til Sýrlands með háþróaða brinvagna og fl. háþróuð vopn, til að styðja Assad, nú mun ástandið stigmagnast, og þessar hörmungar munu stóraukast, og flóttamannastraumurinn margfaldast, og það sjá það allir vitibornir menn,að Evrópa ræður enganvegin við stóraukinn fjölda flóttamanna.
Það sem maður á ervitt með að skylja, afhverju Sameinuðu Þjóðirnar reini ekki ásamt Stóveldunum að stofna 2-3 griðlönd í þessu löndum fyr flóttamenn og þessi griðlönd yrðu varin af alþjóðlegum her.
En Íslendingar ættu að taka við ca. 25 munaðarlausum kristnum börnum og unnlingum sem ofsótt eru vegna trúar sinnar, og 25 á því næsta, hægt væri að ráða kristna samlanda barnanna sem búsettir eru hér til að annast kennslu þeirra fram á vorið,nóg er af tómum héraðskólu, út um allt land.
Síðan eigum við að nota þessa miljarða sem fara í þróunarverkefni, og sjóða niður allan þann makríl sem mögulegt er og senda í þessar flóttamannabúðir.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.9.2015 kl. 15:34
"Iran and Russia have propped up the Alawite-led government of President Assad and gradually increased their support, providing it with an edge that has helped it make significant gains against the rebels.
The government has also enjoyed the support of Lebanon's Shia Islamist Hezbollah movement, whose fighters have provided important battlefield support since 2013."
Þorsteinn Briem, 6.9.2015 kl. 16:25
Moldova aspires to join the European Union and, to this end, has implemented an initial three-year action plan within the framework of the European Neighbourhood Policy."
Moldóva
Þorsteinn Briem, 6.9.2015 kl. 16:29
18.8.2012:
"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."
"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.
During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."
Ukraine-European Union relations
Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. júlí 2013 og Serbía sótti um aðild að sambandinu 22. desember 2009.
Þorsteinn Briem, 6.9.2015 kl. 16:32
27.9.2014:
"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.
Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússlandi ógni öryggi í Evrópu.
Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.
Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."
Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York
Þorsteinn Briem, 6.9.2015 kl. 16:36
27.3.2014:
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir skiljanlegt að Úkraína vilji fá aðild að Evrópusambandinu og styður það
Þorsteinn Briem, 6.9.2015 kl. 16:36
Bráðum springa mörlenskir þjóðernissinnar, múslíma- og hommahatarar í loft upp af örvinglan og bræði, þannig að sviðakjammar, súrsaðir hrútspungar og lundabaggar Kristilega flokksins og Framsóknarflokksins dreifast yfir heimsbyggðina.
Þorsteinn Briem, 6.9.2015 kl. 16:42
Pútín 10.12.2004:
"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.
Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.
If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.
Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."
"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.
But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.
On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.
But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."
Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero
Þorsteinn Briem, 6.9.2015 kl. 16:54
Sammála athugasemd #2
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 7.9.2015 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.