Af hverju ekki hér eins og í Danmörku?

Fjórar hugmyndir um beint lýðræði voru einkum ræddar í stjórnlagaráði. 1. Málskotsréttur ákveðins hluta kjósenda.  2. Réttur kjósenda til að leggja fram lagafrumvörp á Alþingi. 3. Málskotsréttur forseta Íslands. 4. Málskotsréttur þriðjungs Alþingismanna. 

Nefna má 5 möguleikann, sem er í núverandi stjórnarskrá en hefur aldrei verið beitt, enda deila fræðimenn um hann: Að forseti Íslands leggi sjálfur fram frumvarp á Alþingi. 

Stjórnlagaráð stefndi að því að ná samstöðu um tillögu að nýrri stjórnarskrá. Skoðanir voru skiptar um það hve langt skyldi ganga í ákvæðum um beint lýðræði. 

Ekki var samstaða um að ganga alla leið í þessu efni og taka upp allar fyrrnefndar leiðir, og á endanum féll niður hugmyndin um að þriðjungur þingmanna mætti fá málskotsrétt. 

Kannski hafði það áhrif að þingið nýtur sérstaklega lítils trausts meðal kjósenda og að hætta væri á því að þingmenn í stjórnarandstöðu hverju sinni notuðu þennan rétt sinn í tíma og ótíma. 

Þannig hefur það hins vegar ekki verið í Danmörku. Hvers vegna? 

Kannski er ástæðan sú svipuð og tregðan á Alþingi við að forseti þingsins beiti 71. grein þingskapa sem gefur honum rétt til að binda enda á málþóf. 

Þetta kom til umræðu í lok þingsins á útmánuðum 2013 en meirihlutinn þorði ekki að láta forseta beita þessu valdi vegna þess að ef það fordæmi var gefið, gat nýr meirihluti eftir kosningar, (þáverandi minnihluti) líka freistast til að beita því. 

Svipað gæti gerst ef þriðjungur þingmanna hefði málskotsrétt. Menn myndu hugsa sig um tvisvar ef þeir færu að beita honum, vegna tilhugsunarinnar um að nýr meirihluti myndi líka fara að gera það í tíma og ótíma eftir kosningar. 

Í Danmörku hefur niðurstaðan orðið sú að minnihlutinn hikar við að beita réttinum og smám saman hefur myndast hefð fyrir því að semja um hlutina í stað þess að efna til átakastjórnmála, sem erfitt er að sjá fyrir um hvert muni leiða.  


mbl.is Málskotsréttur sé hjá alþingismönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi eru einungis ráðgefandi nema á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar:

"26. gr. [...] Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar og fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.

Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu."

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Þorsteinn Briem, 8.9.2015 kl. 09:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 8.9.2015 kl. 10:05

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt, Steini. Þess vegna þarf ný og skýr ákvæði í stjórnarskrá um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. 

Ómar Ragnarsson, 8.9.2015 kl. 10:05

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Átakastjórnmál eru góð góð Ómar. Þau benda til þess að í landinu séu ennþá mál á valdi kjósenda sem hægt er að takast á um.

En það er ekki hægt að stunda átök um neitt sem máli skiptir í Danmörku þar sem landið er í Evrópusambandinu. Danmörk er bóla á rassinum á Þýskalandi og hefur svo það lengi verið, að engum í landinu dettur í hug að landið ráði sér og sínum málefnum að miklu né mikilvægu leyti. Það er því ekkert tekist á um neitt. Bara kyngt því sem að landinu er rétt.

Einnig gerir ESB aðildin og fastgengið við stóra rassinn Þýskaland það að verkum að um ekkert er einfaldlega eftir til að kjósa um við þingkosningar.

Það er ekki lengi síðan að konungsfjölskyldan í Danmörku fór að tala dönsku. Tungumál hennar var ávallt Þýska.

Þú hefur ekkert umboð frá mér til að fífla með þinni ofstækistrú við stjórnarskrá landsins míns. Ekkert umboð. Enginn hefur veitt þér neitt umboð til þess og allra síst þetta svo kallaða stjórnlagaráð sem var algert óráð og uppsprottið af illum og pervers hvötum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.9.2015 kl. 12:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 8.9.2015 kl. 13:08

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 8.9.2015 kl. 13:10

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hlýt eins og aðrir að hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að hafa skoðun á stjórnarskrármálum án þess að allir séu þeim sammála.  

En fyrst þú ert að tala um umboð, settu rúmlega 24 þúsund kjósendur mitt nafn á lista yfir þá sem þeir töldu að ættu að vera í hóp stjórnlagaþingsfulltrúa í kosningunum um stjórnlagaþing 2010, eða um 30% þeirra sem kusu. 

Úrskurður Hæstaréttar var um framkvæmdaratriði kosninganna, ekki atkvæðatölurnar.

Gaman værið að vita hvaða fulltrúar í núverandi stjórnarskrárnefnd hafa umboð þitt.  

Ómar Ragnarsson, 8.9.2015 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband