"Orkuskipti - koma svo!"

Ævinlega hafa verið mótbárur gegn helstu framförum í tækni. Nýting jarðaefnaeldsneytis í bulluhreyflum skóp einhverja mestu byltingu sögunnar þegar henni var beitt til að knýja vagna á níunda áratug nítjándu aldar í stað þess að nota hesta til að draga þá. 

"Við viljum ekki sjá bilaða eða eldsneytislausa vagna valda umferðarteppum" var meðal þess sem sagt var. 

Í athugasemd við pistli hér á síðunni um rafbíla kom fram svipað sjónarmið: "Það verður að koma i veg fyrir að rafbílar verði svo margir að rafmagnslausir og bilaðir rafbílar valdi umferðarteppum", var sagt. 

Þetta er fullyrt án þess að færa nokkur rök fyrir því að þessi hrakspá myndi rætast, - aðeins giskað á að svona gæti þetta orðið. 

Rökin gegn bensínknúna vagninum voru þó miklu sterkari 1886 þegar Karl Benz krækti sér í einkaleyfi á bensínknúnum vagni, sem hafði aðeins komist aðeins nokkur hundruð metra og bilað í fyrstu ferð sinni. Það þótti ekki gæfulegt. 

Það þótti heldur ekki gæfulegt, fyrsta vélknúna flugið 1903, aðeins 37 metra vegalengd í 3ja metra hæð frá jörðu.

Þeir sem streitast gegn því að skipta út orkugjöfum eru að berjast vonlausri baráttu, því að öll gögn um jarðefnaeldsneytisbirgðir jarðar hníga að því að þær muni þrjóta á þessari öld og að því meira og hraðar,sem þeim er pumpað upp úr jörðinni til þess eins að viðhalda tímabundnu lágu verði á þeim, því harkalegri og hraðari verði niðursveiflan, þegar hagkvæmustu olíu- og gaslindunum hefur verð sóað. 

Kolefnisjöfnun, "Carbon recycling", er aðeins eitt þeirra ráða, sem kanna þarf og þróa betur til þess að bregðast við hinu óhjákvæmilega.

Enn beinna liggur við að skipta beint yfir í endurnýjanlega orkugjafa sem ekki valda stórfelldum og skaðlegum breytingum á efnasamsetningu lofthjúpsins.  

"Orkuskipti, - koma svo!" Þar getum við Íslendingar lagt hönd á plóginn.  

 


mbl.is Vinna eldsneyti úr loftinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem þú setur tilvitnanirnar í gæsalappir eins og um orðréttar væri að ræða þá væri gaman að sjá hver og hvar sagt var: "Við viljum ekki sjá bilaða eða eldsneytislausa vagna valda umferðarteppum" og "Það verður að koma i veg fyrir að rafbílar verði svo margir að rafmagnslausir og bilaðir rafbílar valdi umferðarteppum" Þú átt það nefnilega til að misskilja hlutina hrapalega og búa til tilvitnanir til að gera lítið úr þeim sem taka ekki bullið úr þér hátíðlega.

Hábeinn (IP-tala skráð) 8.9.2015 kl. 08:46

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 8.9.2015 kl. 09:46

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Úr því að Hábeinn tekur þetta til sín er rétt að vitna beint í athugasemd sem hann gerði og getur ekki þrætt fyrir:  "...umferðatafir og teppur má leysa með betri stjórnun, verði ekki rafmagnslausir rafbílar teppandi alla vegi." 

Ég les út úr þessu vantrú á rafbílum. Hvað gera aðrir sem þetta lesa? Hvernig útskýrir Hábeinn þetta sjálfur? 

Ómar Ragnarsson, 8.9.2015 kl. 10:01

6 identicon

En í hverja varst þú að vitna beint? Sú var spurningin, ég veit alveg hvað ég sjálfur sagði og beinu tilvitnanirnar voru ekki í það.

Hábeinn (IP-tala skráð) 8.9.2015 kl. 13:54

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var að vitna í einkasamtöl mín við menn, sem lásu tilgreind ummæli þín í athugasemdunum og skildu þau á þennan veg.

Þú treystir þér greinilega ekki til þess að útskýra þau sjálfur.

Ég hef ævinlega reynt að hafa það fyrir reglu að gefa aldrei upp nöfn þeirra, sem eiga við mig einkasamtöl, nema þeir sjálfir samþykki það. 

Ómar Ragnarsson, 8.9.2015 kl. 21:17

8 identicon

Fyrra samtalið hefur þá væntanlega átt sér stað fyrir um 124 árum síðan. Þú ert þá eldri en þú lítur út fyrir að vera. Og í æsingnum við að rjúka burt og blogga um hið síðara hefur þú gleymt að spyrja viðmælanda um rökin.

Annars er það undarlegur siður að lítillækka þá sem ekki eru þér sammála með Því að vitna orðrétt í menn sem þú nafngreinir ekki.

Varðandi mín ummæli þá voru þau háð á pistil þinn um væntanlegar umferðarteppur og öngþveiti vegna stækkunar smábíla og tregðu almúgans við að skipta yfir í rafmagnsreiðhjól til ferðalaga innanlands.

Hábeinn (IP-tala skráð) 9.9.2015 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband