17.9.2015 | 11:20
Þetta yrði einsdæmi.
Þjóðgarðar og verndarsvæði í Norður-Ameríku skipta hundruðum.
Þegar ekið er inn í þá borga ferðamenn fyrir aðganginn, oft með því að kaupa náttúrupassa, en þeir fá líka í hendur vandaðan upplýsingabækling um viðkomandi þjóðgarð og það hvernig beri að haga sér til þess að njóta hans sem best en ekki síður hvernig forðast beri spjöll og vandaræði.
Eru þeir beðnir um og hvattir til að kynna sér hann gaumgæfilega.
Á þeim 28 svæðum, sem ég hef komið á, er hvergi gert að skilyrði að fólk hafi farið á margra klukkustunda námskeið til að fá aðgang.
Er furðulegt að hjá sömu þjóð og mátti varla heyra náttúrupassa nefndan skuli vera uppi hugmyndir um þá frelsissviptingu sem felst í skyldu af þessu tagi með ómældum kostnaði, því að eitthvað kostar það að kenna hundruðumm þúsunda erlendra ferðamanna á slíkum námskeiðum.
Og hvar á að finna kennara, sem kunna öll þau tungumál sem þarf að nota?
Síðan er athyglisvert að flokka fólk í útlendinga og "heimamenn".
Þúsundir erlendra ferðamanna, sem koma til landsins, eru miklu fróðari og betur undirbúnir til ferðalaga um landið en ótrúlega margir Íslendingar, sem vita nær ekkert um land sitt, enda ekki lengur skylt að kenna landafræði í grunnskólum.
Ferðamenn verði skyldaðir á námskeið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er rétt hjá þér, Ómar - Þvílík heimska. - Ég er búinn að verða vitni að þessu margsinnis, og síðast í sumar, með það hvað ferðamenn eru vel upplýstir og einnig erlendir fararstjórar, eða fulltrúar hópa sem koma til landsins. Íslendingar almennt vita lítið um land sitt eða almenna (common sence) umgengni. - Við erum enn í svart/hvítu, með hor, og 2 þumla á vettlingunum.
Már Elíson, 17.9.2015 kl. 12:23
Ísland var makaðsett gegnum Visit Iceland sem land þar sem alt mátti.
Held ég að margur túristinn verði nú hvumsa við, ef hann á að fara á námskeið um hvað má og má ekki.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 14:25
"Hver er réttur og hverjar eru skyldur þeirra sem ferðast um Ísland?
Í lögum um náttúruvernd eru ákvæði sem fjalla um almannarétt, umgengni og útivist. Þar segir að öllum sé heimilt að fara um landið og njóta náttúru þess svo fremi að gengið sé vel um og þess gætt að spilla engu.
Heimilt er að fara um óræktuð eignarlönd án sérstaks leyfis. Rétthöfum lands er heimilt að takmarka með merkingum ferðir manna um eignarlönd.
Lönd í eigu ríkisins, svo sem náttúruverndar- og skógræktarsvæði, eru öllum opin með fáum undantekningum.
Hægt er að takmarka umferð tímabundið, svo sem yfir varptíma eða vegna gróðurverndar."
Almannaréttur - Umhverfisstofnun
Þorsteinn Briem, 17.9.2015 kl. 14:35
Einkaaðilar geta ekki rukkað alls staðar fyrir aðgang að íslenskum náttúruperlum.
Þjóðlendur - Óbyggðanefnd
Þorsteinn Briem, 17.9.2015 kl. 14:37
Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.
Þorsteinn Briem, 17.9.2015 kl. 14:39
Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 235. sæti.
Röð landa eftir þéttleika byggðar
Hér á Íslandi dvelja um 1,3 milljónir erlendra ferðamanna á þessu ári, 2015.
Hver erlendur ferðamaður dvelur hér á Íslandi í eina viku og því eru hér að meðaltali nú í ár um 25 þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.
Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðast hér innanlands á ári hverju og gista að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.
Að meðaltali eru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum hér innanlands á degi hverjum, einungis um tvisvar sinnum færri en erlendir ferðamenn.
Þorsteinn Briem, 17.9.2015 kl. 14:43
Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.
Yellowstone National Park
"Hann var það, Steini, þegar ég kom þangað 2008."
Ómar Ragnarsson, 20.3.2013
Þorsteinn Briem, 17.9.2015 kl. 14:45
Þinga oft í þéttum hring,
Þingeyringar snjallir,
eyra flatt á Flateyring,
fjandi góðir allir.
Þorsteinn Briem, 17.9.2015 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.