Fáir fylgismenn Framsóknar ánægðir með þetta.

Það er skynsamlegt að nýta erlenda þekkingu á því hvernig best sé staðið að móttöku flóttamanna.

En ný skoðanakönnun sýnir, að harðar gagnrýnisraddir á blogginu á Eygló Harðardóttur ráðherra fyrir stefnu hennar í þessum málum, eru ekki tilviljun, því að fylgjandur Framsóknarflokksins skera sig úr varðandi andstöðu við innflutning útlendinga til landsins.

Aðeins 22% fylgjenda Framsóknar vill þennan innflutning, en í öðrum flokkum er meirihluti fyrir því.


mbl.is Málið unnið með flóttamannahjálp SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.9.2015:

Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

Meirihluti kjósenda undir þrítugu styður Pírata

Þorsteinn Briem, 17.9.2015 kl. 18:42

2 identicon

Please Ómar, flóttamenn eru ekki fluttir inn (imported), heldur fá þeir dvalarleyfi.

Jónas. "Viðhorfið til komu flóttamanna endurspeglar stjórnmálaflokkana. Framsókn var í gamla daga talinn miðflokkur, en hefur nú komið sér fyrir yzt á hægra jaðrinum. Framsókn hefur einfaldlega verið að breytast í fasistaflokk. Ofnotkun flokksins á öfgum um ágæti Íslendinga og andstyggð annarra, sérstaklega Evrópu, heltók flokkinn. Setti fasisma á sjálfstýringu. Framsóknarfólk er andvígt móttöku flóttamanna eins og það er andvígt útlendum mat og útlendu lýðræði. Allt skal vera heimafengið."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 19:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sorgleg Framsókn sýnist dauð,
sjallanna í bólunum,
hún er bara gamalt gauð,
en góð í kynlífsrólunum.

Þorsteinn Briem, 17.9.2015 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband