Ný og ný upplifun á Íslandi

Netbyltingin hefur opnað Íslendingum margar nýjar leiðir til að auka hróður lands og þjóðar um víða veröld.  Í dag ókum við Lára dóttir mín ásamt föruneyti leiðina upp í Gæsavötn og maður upplifði leiðina á nýjan hátt eftir 15 ára hlé.  Við komum á staðinn þar sem erlendir ferðamenn skriðu um að taka myndir af eyrarrós við árfarveg í miðri auðninni.  Á leiðinni var líka ekið í niðaþoku og kolniðamyrkri og það minnti mig á að sumir ferðamenn hafa fengið mikið út úr slíkri upplifun á hálendi Íslands.  Möguleikanir eru óendanlega margir til að bera hróður land og þjóðar. 


mbl.is „Hvernig ná þau símasambandi þarna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Oft hann Ómar fer á flug,
á ferðalögum öllum,
eyrarrós á allan hug,
á ódáins þar völlum.

Þorsteinn Briem, 18.9.2015 kl. 00:04

2 identicon

Stendur ekki brúin mín á Skjálfandafljótinu enn?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband