20.9.2015 | 12:00
Nú mætti straumurinn vera í hámarki
Ísland er ævintýraland, einkum í augum erlendra ferðamanna. Nú mætti ferðamannastraumurinn vera í hámarki, slík er sú dýrð og óviðjafnalegar aðstæður sem haustið býður upp á. Á haustin er sólin alltaf í réttri hæð til að ná sem bestum ljósmyndum því þá er skuggarnir fallegastir og landslagið kemur best í ljós.
Útlendingur, sem er með Ferðastiklufólki í för, er ekki enn búinn að jafna sig á andstæðunum á milli þess að vera akandi í niðamyrkri og þoku um draugalegt landslag á hálendinu og síðan hins seinna í sömu ferð að þeysa næstu nótt á eftir um eyðisanda og hraun með himininn logandi í norðuljósum og stjörnurnar svo nálægt að það er líkt og maður gæti gripið þær í lófa sér.
Í dag fær maður að komast nálægt bændum sem eru að reka fé ofan af fjöllum. Og haustlitirnir dýrðlegu eru að sjálfsögðu aldrei nema á haustin. Ef það er einhver tími ársins sem það er veður til að skapa, bæði myndir og minningar, er það í september.
Hellisheiði hefur verið opnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar stiklar ótal margt,
í óbyggð vel er haldinn,
fjallkonunnar skoðar skart,
skín á fagran faldinn.
Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 16:30
Góður, Steini!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 17:28
"Smalavinir er vettvangur þar sem bændur um allt land, göngu- og hestafólk geta sameinað krafta sína til að manna leitir.
Tilgangurinn er tvíþættur: Bændur fá aðstoð við smölun og leikmenn einstakt tækifæri til að kynnast stórbrotinni íslenskri náttúru."
Smalavinir - Shepard's friends
Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.