Kröfur til umhverfis-og náttúruverndarfólks

Þeir sem telja umhverfis- og náttúruverndarfólk óalandi og óferjandi segja að það sé ósamkvæmt sjálfu sér.  Það sé nú munur á nýtingarsinnum sem eru alltaf samkvæmir sjálfum sér við að nýta jarðargæði til hins ítrasta án nokkurs tillits til sjálfbærni.  

Þeir segja að umhverfis- og nátturuverndarfólk sé í mótsögn í sjálft sig þegar það flýgur með mengandi þotum.  Samkvæmt þessu er þetta fólk ekki samkvæmt sjálfum sér nema að fara með seglskútum og árabátum milli landa.  Það gagnrýnir harðlega að nota mengandi bíla, flugvélar og skip til þess að gera fræðslumyndir um umhverfis- og náttúrvernd.  

Samkvæmt þessu eigum við sem erum að stússast í þessu að nota eingöngu reiðhjól eða árabáta og neita okkur alveg um að nota nokkrar loftmyndir.  Ef við færum eftir þessum kröfum yrðu nýtingarsinnarnir ánægðir því að þá myndum við aldrei geta gert neitt og myndum aldrei gera neitt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.

Langflestir menga því mun meira í sinni heimabyggð en utan hennar
, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.

Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.

Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.

Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.

Þorsteinn Briem, 20.9.2015 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband