Glæsileg hæfileikakona.

Ég hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast hæfileikum Sölku Sólar við krefjandi aðstæður og átta mig á því af hverju sól hennar skín jafn skært og raun ber vitni.

A tónleikum í Háskólabíói í vor vantaði á síðustu stundu söngkonu til þess að fullmanna hljómeykið "Náttúrubörn", sem í voru KK og KK-band auk mín, til að flytja spánnýtt lag og texta: "Hjarta landsins".

Ég hringdi í Sölku síðdegis, og enda þótt hún væri önnum kafin í vinnu uppi á RUV, lét hún til leiðast að reyna þetta.

Hún hafði aldrei heyrt lagið né heldur séð textann, gat þó skroppið vestur örstutta stund til þess að renna í gegnum það.

Síðan komst hún ekki aftur vestur eftir fyrr en komið var að því að flytja lagið.

Skemmst er frá því að segja að hún stóð sig svo vel, eins og yfirfullur salur áheyranda getur borið vitni um, að það vakti undrun og aðdáun.

Ísland er ekki á flæðiskeri þegar ungar, glæsilegar og hæfileikaríkar konur birtast þjóðinni hver á fætur annarri og láta til sín taka.


mbl.is Salka Sól: Ég bara reif hnappinn af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband