23.9.2015 | 21:23
Flokkarnir hafa nálgast hvor annan.
Í ríkisstjórnarsamstarfinu 2009-2013 reyndi á það hvort Samfylkingin og Vg gætu starfað saman við einhver erfiðustu viðfangsefni sem nokkur íslensk ríkisstjórn hefur þurft að leysa.
Að sjálfsögðu hrikti oft í því stjórnarsamstarfi vegna ólíkra áherslna flokkanna í stórum málum, en engu að síður entist stjórnin út kjörtímabilið og hafði þá tekist að koma efnahagsmálum landsins inn í þá uppsveiflu sem síðan hefur haldið áfram.
Helstu ágreiningsefni flokkanna hafa verið afstaðan til ESB og mismunandi skoðanir innan flokkanna til umhverfis- og náttúruverndarmála.
Þessi ágreiningur hefur minnkað með árunum. Eins og er er innganga í ESB í biðstöðu um óákveðinn tíma og á þessu kjörtímabili hafa flokkarnir verið nokkuð samstíga á þingi þegar þau mál hafa verið á dagskrá.
Í umhverfismálum var lengi vel stór hópur flokksmanna í Samfylkingunn, einkum á virkjana- og stóriðjusvæðum, eindregnir fylgjendur stóriðjustefnunnar.
Þetta var stór meirihluti þingmanna flokksins 2003 þegar hann lagðist á sveif með þáverandi stjórnarflokkum í Kárahnjúkavirkjunarmálinu.
Þrátt fyrir stefnuna "Fagra Ísland" haustið 2006 munaði aðeins örfáum atkvæðum á landsfundi flokksins 2009 að samþykkt yrði tillaga um að flokkurinn vildi að sem allra flest álver yrðu reist á landinu.
Á næstu landsfundum sveigðust menn hins vegar í átt til sterkari umhverfissjónarmiða og á síðasti landfundur Samfylkingar fór fram úr Vinstri grænum hvað varðaði fráhvarf frá gömlu olíuvinnslustefnunni.
Þess ber að gæta að í skoðanakönnun 2003 kom í ljós að þriðjungur stuðningsmanan Vg var meðmæltur Kárahnjúkavirkjun og ráðherra flokksins fór létt með það 2013 að veita meiri ívilnanir og stuðning ríksins við stóriðju á Bakka en nokkur ríkisstjórn Sjalla og Framsóknar hafði gert áður við sambærilegar aðstæður.
Á árum Viðreisnarstjórnarinnar gáfu þáverandi stjórnarflokkar þrívegis það loforð fyrir kosningar að starfa áfram í stjórn ef þeir fengju til þess meirihluta.
Þetta skapaði hreinar línur og kjósendur vissu meira um það, að hverju þeir gengju, en ef gamla lagið hefði verið viðhaft að báðir flokkarnir gengju óbundnir til kosninga.
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur voru þá með talsvert ólíka forsögu og áherslur, en það hindraði ekki þetta samstarf þeirra.
Sama ætti vel að vera hægt að gera nú.
Samfylking og VG í eina sæng? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll og heill Ómar.
" Að sjálfsögðu hrikti oft í því stjórnarsamstarfi vegna ólíkra áherslna flokkanna í stórum málum, en engu að síður entist stjórnin út kjörtímabilið og hafði þá tekist að koma efnahagsmálum landsins inn í þá uppsveiflu sem enn stendur. "
Í raun ætluðu Samfó og hinir Villtu Grænu að vera samfó plaggi sem Davíð Oddson og Árni Matt skrifuðu undir " Letter of Intent " November 15, 2008 .
Innifalið Icesave.
Hættu nú Ómar, þú veist betur ...
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 21:59
25.8.2012:
"Á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal var meðal annars samþykkt ályktun um að ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingar hafi skilað miklum og ótvíræðum árangri.
"En betur má ef duga skal og þessum árangri þarf að fylgja eftir með áframhaldandi samstarfi vinstri manna í íslenskum stjórnmálum á næsta kjörtímabili," segir í ályktuninni."
Vinstri grænir vilja áframhaldandi samstarf vinstri manna á næsta kjörtímabili
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 22:07
13.3.2015:
Flestir vilja síst hafa Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 22:11
Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.
Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 22:12
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 22:16
Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.
Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, þá utan þingflokka.
Sátu hjá:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 22:24
"Landsfundur Vinstri grænna tók ekki afstöðu til þess hvort leiða ætti [Evrópusambands]málið til lykta í einni eða tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum, heldur var einungis lögð á það þung áhersla að þjóðin hefði úrslitavald."
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 22:34
Steini Bríem.
Það er fyrir löngu útilokað að skrúfað verði fyrir núverandi alþjóðavæddrar verðtrygginguna.
Gunnar Tómasson hagfræðingur reyndi sitt að útskýra málið fyrir þáverandi fjármálaráðherra Alberti Guðmundssyni ...
Það var eitt af upphafi að alþjóðavæðingu Íslands ...
Frjáls fjármagnsflutningur ...
Fávitavæðingin ...
Boðskapur um að við eigum að vera góð við hvaort annað á meðan fjárhagskerfið bíður upp á frumskógarlögmálið með öllu því ógeði sem boðið er upp á ...
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 22:39
Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.
Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar."
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 22:40
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:
"... Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum, 1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingarsjóða. ..."
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 22:47
Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.
"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði í Bretlandi og Hollandi."
"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.
Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 22:52
28.8.2009:
"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.
Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."
"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 22:54
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 22:57
1.4.2015:
"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."
Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 23:01
17.8.2015:
"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 23:39
8.4.2013:
"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."
"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.
Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."
"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 23:41
Nákvæmlega Steini Bríem.
En engin ríkisstjórn getur í raun sótt um inngöngu í ESB nema breyta þeirri grunnstoð í lögum sem er fyrir ...
Og það hefur veriðn gert í mörgum evrópuríkjum ...
Málið eða vandamál alþjóðavæðingarsinna á Íslandi hefur verið þjóðkjörinn forseti Íslands, hefur verið alfarið á móti inngöngu í alþjóðabandalagið, enda bannar stjórnarskráinn slíkan gjörning.
Ómari og annara til armæðu ...
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 23:43
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 23:48
1.9.2015:
Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 23:52
25.8.2015:
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 23:57
Einfaldlega búið spil fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.
Punktur.
Þorsteinn Briem, 23.9.2015 kl. 23:59
Hættu þessum andskotans draumórum Steini og reyndu að vakna.
Ísland tilheyrir ekki meginlandi Evrópu.
Eimskip er í raun mafía og nú alþjóðleg mafía ...
Esb ætlar sér ekki að að taka Ísland undir félagslega þjónustu ...
Of hár flutningskostnaðut vöru mun alltaf verða Íslandi að falli, líkt og önnur láglaunasvæði Evrópu.
En það munu alþjóðarvæðingarsvínin ekki skilja nema þegar í sláturhúsin séu komin.
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 01:00
Enn kjósa menn að ganga fram hjá þeirri staðreynd að nafn mitt er að finna á áskorendalista til forseta Íslands um að vísa fyrri Icesave samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta rökstuddi ég ítrekað hér á síðunni á þessum tíma.
Ómar Ragnarsson, 24.9.2015 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.