Trúverðugleikinn í næstum sjö áratugi.

Það er ekki nýtt að trúverðugleiki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sé umdeildur.

Þegar Norður-Kóreumann réðust með hervaldi á Suður-Kóreumenn 1950 stóð þannig á, að Rússar voru óánægðir með gang mála á vettvangi ráðsins og fulltrúi þeirra sótti ekki fundi þess um skeið í mótmælaskyni.

Þar af leiðandi fékkst samstaða í ráðinu um að Sameinuðu þjóðirnar beittu hervaldi gegn Norður-Kóreumönnum, sem i raun þýddi samþykki við því að Bandaríkjamenn sendu herlið til Kóreu.

Kóreustríðið stóð í þrjú ár og enn þann dag í dag hefur ekki verið gerður friðarsamningur á milli kóreskuu ríkjanna, heldur hefur einungis verið vopnahléssamningur í gildi.

Eftir þessa afdrifaríku ákvörðun í Öryggisráðinu kom fulltrúi Rússa aftur á fundi þess og ráðið hefur síðan verið vettvangu togstreitu stórveldanna. 

Áratugum saman fékk kommúnistastjórn Kína ekki fulltrúa í ráðinu, heldur fór stjórn Sjang Kai Sheks á Taivan með atkvæði Kína, og brenglaði sú skipan störf ráðsins mjög og rýrði trúverðugleika þess.

George Bush eldri hafði lag á að gera hernaðaríhlutun í Írak löglega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 1992, en sonur hans fór aðra leið 2003 með ólöglegri innrás, og hefur engin ein ákvörðun Bandaríkjamanna um málefni þessa svæðis verið afdrifaríkari og vafasamari en hún.

Á vettvangi Öryggisráðsins hefur hið gamla módel Kalda stríðsins ríkt alla tíð, þar sem Bandaríkjamenn beita neitunarvaldi sínu í þágu Ísraelsmanna og Rússar í þágu stjórnvalda í Sýrlandi.

Þetta er orðin næstum 70 ára gömul saga mismunandi trúverðugleika sem ekki sér fyrir endann á.    


mbl.is Trúverðugleikinn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband