25.9.2015 | 00:17
Afar vel orðuð lýsing á ástandi staðgöngumóður.
Lýsing Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur í Kastljósi í kvöld á þeirri hlið mála sem snýr að staðgöngumóðurinni var sterk og grípandi.
Hún minntist á atriði sem flestir átta sig ekki á við fyrstu sýn, að missir staðgöngumóðurinnar þegar barnið er tekið frá henni getur orðið sárari en hún sjálf hefði búist við fyrirfram.
Margar aðrar athyglisverðar hliðar þessa máls komu fram sem sýna hve vel undirbúin og ígrunduð staðgöngumæðrun þarf að vera.
Hefur ekki séð dóttur sína í tvö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það skapast mikil tenging á meðgöngunni, þegar að móðirin finnur ífið skapast í líkama sínum
G.Helga Ingadóttir, 25.9.2015 kl. 08:30
Engu að síður er rétturinn ekki hennar.
Hún samþykkti að lána líkama sinn og ala hjónunum barn sem þau svo ættleiddu. Það er ljóst að það var erfiðara en hún hafði búist við að láta barnið af hendi og geta ekki litið á það sem sitt, en þennan samning gerði hún og verður að standa við hann. Auk þess les ég út úr umfjöllun mbl.is að hún hafi logið til um tilurð og faðerni barnsins, þannig að hún er brotlegri en hún virðist átta sig á. Ég hef ekki séð umfjöllun Kastljóss um málið.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 25.9.2015 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.