Minnir á upphaf lyfjahneykslismála.

Síðan uppvíst varð um stórfellda notkun stera hjá helstu kastíþróttamönnum veraldar á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar, hafa öldur slíkra mála skollið á íþróttaheiminum hvað eftir annað. 

Hámarki náðu þessi mál á Ólympíuleikunum í Seoul 1986, tveimur áratugum eftir að fyrst vitnaðist um svona misnotkun. 

Og brot Kanadamannsins Ben Johnsons varpaði skugga á árangur Carl Lewis og annarra hlaupara þótt aldrei sannaðist beint að þeir hefðu haft rangt við. 

Hneykslismálum af þessum toga virðist ómögulegt að útrýma. 

Það hefur lengi verið ljóst að bílaframleiðendur um allan heim hafa auglýst rangar eyðslutölur bíla og stundum stórýktar. 

Þegar auglýst er að 1500 kílóa bíll eyði innan við fimm lítrum í blönduðum akstri blasir við að þetta er stórlega ýkt. 

En gallinn er sá, að flestir kaupendur eru svo stoltir af bílavali sínu, að þeir geta ekki horfst í augu við sannleikann, heldur bæta jafnvel um betur í frásögnum sínum til þess að réttlæta bílakaup sín.

Gríðarlegir þjóðahagsmunir eru í húfi ekki síður en hagsmunir bílaframleiðendanna. 

Flogið hefur fyrir að í Bandaríkjunum hafi ákveðnu svindli svipuðu því hjá Volkswagen verið sópað undir teppið með hljóðri áminningu, engri sekt og þöggun. 

Enda miklir innanlandshagsmunir í húfi varðandi það að verjast innrás þýsku dísilbílanna. 

 


mbl.is Öllum bílaframleiðendum vantreyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband