Þótt fjöldi manna vinni við þjóðskrár ríkja, til dæmis um 90 manns hér á landi ef það er satt sem einn vina minna hefur tjáð mér, tekur fólk upp á því að hverfa sprelllifandi og vera teknir út af þjóðskrá.
Hér um árið komst upp að Íslendingur sem hafði verið skráður dauður í meira um áratug var sprelllifandi í Bandaríkjunum og kom meira að segja til baka heim til Íslands ef ég man rétt.
Skilríki vinar míns brunnu á Grænlandi og hann féll út af þjóðskrá eins og ég hef áður greint frá hér á blogginu.
Þegar hann neitaði að segja til nafns vegna þess sem hann mat sagði vera rangar sakargiftir varðandi akstur á rauðu ljósi, var hann settur í fangelsi og haldið þar í viku.
Spurningin er hvort einhver þeirra tuga eða hundraða Íslendinga sem horfið hafa hér á landi hafi verið látnir þegar það nöfn þeirra voru tekin út af þjóðskrá.
Að minnsta kosti er það eitt af óskaatvikum, sem ég gæti hugsað mér að lenda í, - skúbb aldarinnar, - að standa í beinni útsendingu í Leifsstöð þegar tveir menn koma labbandi í áttina til mín úr flugvél og ég s3egi við sjónvarpsáheyrendur:
"Hér er nú hafin bein útsending úr flugstöð Leifs Eiríkssonar og ég ætla að gefa mig á tal við tvo menn, sem koma þarna gangandi,"
"Sný mér síðan að mönnunum og ávarpa þá: "Segið mér, Geirfinnur og Guðmundur, hvar hafið þið verið í allan þennan tíma?"
Lét sig hverfa í 31 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bandaríkjaher undirbúinn fyrir árás uppvakninga
Þorsteinn Briem, 27.9.2015 kl. 21:08
Ha! Ha! Góður!
Ómar Ragnarsson, 27.9.2015 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.