Gildi fortíðarmyndar og gott framtak forsætisráðherra.

Þótt bílferjan Baldur komi við í Flatey í hverri ferð yfir Breiðafjörð er bannað að setja bíla þar á land. Sumum finnst þetta argasta afturhald og forneskja. 

Í eyjunni var lengi 450 metra löng sjúkraflugbraut, en hún var hlutuð í tvennt svo að ekki er hægt að lenda þar flugvélum eins og áður var.

Ekkert nýtt hús má reisa og þegar allt er talið saman, sem gert er til að bægja nútímanum frá, og sumir lýsa sem fráleitu andófi gegn nútíma framförum, verður niðurstaðan slík upplifun þeirra sem þangað koma, sem þeir geta ekki nógsamlega dásamað hana.

Fleiri svipaðir staðir á Íslandi koma í hugann. Nefna má Gjögur í Árneshreppi og eyjuna Knarrarnes á Mýrum sem dæmi.

Því er það vel að forsætisráðherra taki það frumkvæði sem hann hefur tekið til þess að hægt sé að forðast óafturkræfa eyðileggingu á miklum menningarminjum.

Munurinn á friðun og mannvirkjagerð er nefnilega sá, að friðun kemur ekki í veg fyrir að síðar meir verði reist mannvirki, en mannvirkjagerð verður hins vegar oftast óafturkræf.  


mbl.is Griðastaðurinn Flatey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband