30.9.2015 | 19:06
Volkswagenmálið ekki talið of "viðkvæmt" eins og mál svínabúanna hér.
Svindmál Volkswagenverksmiðjanna snerti beint ekki hvern eiganda bílanna, sem voru með svindlbúnaðinn.
Þeir hefðu aldrei orðið varir við hann nema vegna þess að það tókst að koma upp um svindlið.
Að sjálfsögðu kom ekki til greina hjá yfirvöldum að leyna því hvaða framleiðandi var brotlegurog kom áreiðanlega ekki einu sinni til umræðu að það væri of "viðkvæmt" mál.
Þaðan af síður að gefa Volkswagenverksmiðjunum allt að tíu ár til að taka til hjá sér.
Hér á landi eru brot framleiðenda svínakjöts hins vegar talin vera of "viðkvæm" til þess að upplýst verði um hina brotlegu.
Í staðinn verða allir framleiðendurnir að liggja undir grun almennings. Nú er upplýst að ekkert svínabú á landinu sem slátrar fleiri en 200 grísum á ári uppfyllir allar reglur um aðdbúnað dýranna og menn láta sem ekkert sé.
Erlendis voru viðbrögð kaupenda VW-bílanna víða hörð, ákveðið að fara í skaðabótamál og öllum innflutningi bíla með vélunum, sem voru með svindl-búnaðinn, var hætt til Sviss, svo dæmi séu tekin.
Hér á landi yppta menn hins vegar öxlum af fádæma kæruleysi. Hinum brotlegu er gefinn allt að tíu ára frestur til að bæta sitt ráð.
Stjórnlagaráð ákvað að hafa eina grein í frumvarpi sínu að stjórnarskrá um dýravernd.
Með því að stjórnarskrárbinda þetta stóra mál, sem er orðið svo fyrirferðarmikið í búskap þjóðanna, er meiri von til þess að því sé fast fylgt eftir.
Því miður er svo að sjá sem að það hafi verið full þörf á því.
Orðspor greinarinnar í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Valli (IP-tala skráð) 30.9.2015 kl. 19:14
Bílamálið er ekki bundið við eina verksmiðju í Þýskalandi. Það er bundið við Þýskaland. Landið sem bannar ryksugur og ljósaperur og svindlar grimmt á meðan. Ef svínabændur fara að gefa út fyrirskipanir varðandi þrifnað á næstu bæjum þá erum við farin að tala um eitthvað sambærilegt.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.9.2015 kl. 19:32
Fram koma stærstu fréttir í íslenskum landbúnaði í áratugi, afnám innflutningsverndar.
Talið er að þetta komi sérstaklega niður á kjúklingabúum og svínabúum.
Í kjölfarið koma fréttir - ekki um hvort og hversu skynsamlegt þetta er heldur um hve kjúklinga og svínabændur fari illa með dýrin.
Ef einhver ætlar að berjast gegn þessari atlögu að íslenskum búskap þá drukna öll rök viðkomandi í fjölmiðlafári sem allt í einu rís, án sjáanlegrear ástæðu, um dýraníð.
Fremstur í flokki þessa fárs er RÚV, útvarp allra landsmanna.
Vissulega er nauðsynlegt að koma með fréttir af illri meðferð dýra, en af hverju nú?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.9.2015 kl. 20:05
Ég vissi ekki að Þýskaland bannaði ryksugur og ljósaperur.
Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).
"The National Members of CEN are the National Standards Organizations (NSOs) of the 28 European Union countries plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Íslands, Sviss og Noregs].
There is one member per country."
Staðlasamtök Evrópu - European Committee for Standardization (CEN)
Þorsteinn Briem, 30.9.2015 kl. 20:22
Ég vissi ekki að varaformaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, væri á móti íslenskum landbúnaði.
Þorsteinn Briem, 30.9.2015 kl. 20:32
Í dag:
"Ekkert svínabú sem Matvælastofnun heimsótti í fyrra uppfyllti kröfur um lágmarksstærð bása.
Þrengsti básinn var innan við 50 cm breiður.
Dýralæknir hjá Matvælastofnun segir að myndir frá íslenskum svínabúum sýni dýraníð."
Þrengsti básinn innan við 50 sentímetra breiður
Þorsteinn Briem, 30.9.2015 kl. 20:44
Í gær:
"Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra telur það óboðlegt að svín líði fyrir úreltar framleiðsluaðferðir."
Þorsteinn Briem, 30.9.2015 kl. 20:54
Síðastliðinn sunnudag:
Brunasár á fótum fimmta hvers kjúklings
Þorsteinn Briem, 30.9.2015 kl. 21:05
Síðastliðinn laugardag:
Þrengsli, for og bleyta á nautgripabúum
Þorsteinn Briem, 30.9.2015 kl. 21:15
Síðastliðinn fimmtudag:
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra vill skoða þak á stuðning við mjólkurframleiðslu
Þorsteinn Briem, 30.9.2015 kl. 21:41
17.9.2015:
""Ég vona að það verði bara enginn óhress með þetta, að þetta séu tíðindi sem koma öllum til góða," sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í sjónvarpsfréttum um samning Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæma niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum."
Kemur bæði íslenskum bændum og neytendum til góða segir Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra um samning Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæma niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum
Þorsteinn Briem, 30.9.2015 kl. 22:34
Steini tekur enn eitt æðiskastið í copy/paste áráttunni næstum ófær um málefnalega umræðu.
Breytir ekki því að RUV er á einhverju undarlegu ferðalagi í þessu máli.
Þeir sem helst verða fyrir barðinu á afnámi innflutningsbanns eru úthrópaðir sem dýraníðingar í stað þess að eðli umræðunnar væri á þessum nótum: http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/2040298/
Af hverju?
Því þarf RÚV að svara.
Hverra erinda gengur það í þessu máli?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.9.2015 kl. 22:35
Sem sagt, ekkert málefnalegt frá Bjarna Gunnlaugi frekar en fyrri daginn.
Þorsteinn Briem, 30.9.2015 kl. 22:45
Á útvarpi ríkisins álit mitt dvín
út af því gerði ég bögu.
rægjandi alla sem rækta hér svín
og ráðast að útvarpi Sögu.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 00:14
Ekki er undirritaður hissa á því að Bjarni Gunnlaugur verji hér dýraníð.
Þorsteinn Briem, 1.10.2015 kl. 00:30
"Með nýjum lögum um velferð dýra sem tóku gildi í ársbyrjun 2014 fékk Matvælastofnun auknar heimildir til að fylgja málum eftir ef ekki er farið að tilmælum stofnunarinnar."
Þorsteinn Briem, 1.10.2015 kl. 00:37
Tímasetning svínafréttanna hér er athyglisverð. Væri reyndar líka athyglisvert að sjá hvernig þessum málum er háttað í þeim löndum þar sem innflutta (og að manni skilst, niðurgreidda) svínakjötið er framleitt.
Samanburðurinn við Volkswagen málið er hins vegar athyglisverður sérstaklega í ljósi fullyrðinga um að þetta hafi kostað mörg þúsund mannslíf (hvað sem er svo til í því). Í það minnsta er um frekar stórt mál á alþjóðamælikvarða að ræða.
ls (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 16:36
Ekki veit ég hvað er athyglisvert við tímasetningu frétta um dýraníð.
Þorsteinn Briem, 1.10.2015 kl. 18:31
Í dag:
"Guðný Nielsen stjórnarmaður í samtökunum Velbú sem berjast fyrir bættri velferð búfjár segir að neytendur eigi skilyrðislaust að fá upplýsingar um hvaðan kjötið sem þeir kaupa kemur."
"Eins og fram kemur hjá dýralækni Matvælastofnunar neitar stofnunin að gefa upp á hvaða búum þetta er í skjóli einhverra reglna.
Það þarf að breyta þessu því við neytendur eigum rétt á að vita hvað er að gerast inni á búunum," segir Guðný.
"Hún segir að það sé ekki nóg að nafngreina þau bú sem fari illa með dýrin, því þegar neytendur kaupa kjötið eru engar upplýsingar um hvaðan það kemur.
Krafan sé því að allt kjöt sé upprunamerkt í verslunum.
"Við höfum krafist þess í mörg ár að fá upprunamerkingar á kjötvörum í verslunum.
Við vitum að í sláturhúsunum er upprunamerking og frá þeim kemur kjötið í verslanirnar," segir Guðný."
Verðum að vita hvaðan kjötið kemur
Þorsteinn Briem, 1.10.2015 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.